Hafnarfjarðarkirkja

 

Messa og barnastarf sunnudaginn 14.febrúar

Messa kl.11. Félagar úr Barbörukórnum leiða söng. Organisti er Douglas Brotchie, prestur er sr. Þórhildur Ólafs.  Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á sama tíma. Hressing eftir stundina.

Erla B. Káradóttir, 11/2 2016

Foreldramorgun fimmtudaginn 11.febrúar

Foreldramorgun verður á sínum stað á morgun fimmtudag kl.10-12. Kaffi, spjall og kósýheit. Allir foreldrar ungra barna eru hjartanlega velkomin.

Erla B. Káradóttir, 10/2 2016

Morgunmessa miðvikudaginn 10.febrúar kl.8.15

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarvers og íhugun, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Léttur morgunverður í safnaðarheimilinu á eftir. Allir velkomnir.

Erla B. Káradóttir, 9/2 2016

Fermingarfræðsla 9.febrúar

Þriðjudaginn 9. febrúar er fermingarfræðsla kl. 16  hjá Öldutúnsskóla
og Hvaleyrarskóla kl.17.

Erla B. Káradóttir, 8/2 2016

Öskudagsgleði í TTT á bolludag

Á bolludaginn, mánudaginn 8.febrúar, tökum við forskot á sæluna og höldum upp á öskudaginn í kirkjunni. Allir krakkar mega mæta í búningum, náttfötum eða litskrúðugum fötum. Farið verður í skemmtilega leiki, dansað, sungið og margt, margt fleira. Allir 10-12 ára krakkar eru hjartanlega velkomnir. TTT fer fram í Vonarhöfn safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju alla mánudaga kl.16.30-18.00.

Erla B. Káradóttir, 7/2 2016

Fjölskyldumessa sunnudaginn 7.febrúar

Það verður fjölskyldumessa í kirkjunni á sunnudaginn kl.11.  Stund fyrir bæði fullorðna og börn. Sunnudagaskólinn mun taka þátt í messunni.

Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur og Önnu Magnúsdóttur.

Organisti er Douglas Brotchie, prestur er Sr. Jón Helgi Þórarinson.

Hressing eftir stundina.

Erla B. Káradóttir, 4/2 2016

Foreldramorgunn 4.febrúar. Breytingar á parsambandi eftir fæðingu fyrsta barns.

Brynja Rut Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi spjallar við okkur um breytingar á parsambandi eftir fæðingu fyrsta barns á morgun fimmtudag kl.10-12. Allir foreldrar ungra barna eru hjartanlega velkomnir.

Erla B. Káradóttir, 3/2 2016

Morgunmessa miðvikudaga kl. 8.15

Morgunmessan verður í kapelluni Stafni, í safnaðarheimilinu Strandbergi, þar sem viðgerð stendur yfir á kirkjugólfinu.
Morgunverður í Odda eftir messuna.
Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 2/2 2016

Fermingafræðsla þriðjudaginn 2.febrúar

Þriðjudaginn 2. febrúar er fermingafræðsla hjá Setbergsskóla kl.16 og
Kl. 17 hjá Lækjarskóla, Áslandsskóla og Hraunvallaskóla.

Erla B. Káradóttir, 1/2 2016

Bingó í TTT mánudaginn 1.febrúar

Það verður fjör að vanda hjá okkur í TTT á morgun, mánudag kl.16.30-18.00. Allir 10-12 ára krakkar eru hjartanlega velkomnir! Á dagskrá verður Bingó, fræðsla, söngur og gleði.

Erla B. Káradóttir, 31/1 2016Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Laugardagur

11.00-12.00 CODA-fundur (Vonarhöfn)

Dagskrá ...