Hafnarfjarðarkirkja

 

Almennur safnaðarfundur verður haldinn mánudaginn 29. maí kl 17.30

Boðað er til almenns safnaðarfundar í Hafnarfjarðarsókn mánudaginn 29. maí kl 17.30.
Dagskrá:
Kosning kjörnefndar. Kjósa skal 21 aðalmann og 11 varamenn.

Fundurinn verður haldinn í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.

Sóknarnefnd

 

Jón Helgi Þórarinsson, 22/5 2017

Guðsþjónusta kl 14 á uppstigningardag, 25. maí. Hátíðarkaffi á eftir!

Eldri borgurum sérstaklega boðið til guðsþjónustunnar. Sr Bragi Ingibergssson predikar og sr Jón Helgi Þórarinsson og sr Þórhildur Ólafs þjóna fyrir altari. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ Ásgeirsdóttur. Félagar úr Barbörukórnum syngja og Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel.
Efttir stundina er boðið upp á hátíðarkaffi í safnaðarheimlinu þar sem að Gaflarakórinn syngur einnig.
Allir velkomnir.
Hafnarfjarðarsókn og Víðistaðasókn sjá sameiginlega um þessa stund.

Jón Helgi Þórarinsson, 22/5 2017

Fermingardagar 2018 og skráning í fermingarstarf Hafnarfjarðarkirkju 2017 – 2018

Skráning er hafin í fermingarstarf Hafnarfjarðarkirkju 2017 – 2018
Smellt er á flipann FERMINGARSTARF – SKRÁNING og þá opnast síða með upplýsingum um fermingardagana 2018. Þar þarf að smella á Fermingareyðublað 2017 – 2018 og opnast þá skráningarform sem þarf að fylla út. Ef þið þurfið nánari upplýsingar eruð þið beðin að hafa samband við presta kirkjunnar, sr Jón Helga eða sr Þórhildi.
Verið velkomin í fermingarstarf Hafnarfjarðarkirkju!

Jón Helgi Þórarinsson, 17/4 2017

Helgistund kl 11 sunnudaginn 21. maí – hinn almenni bænadagur

Sr Þórhildur Ólafs leiðir helgistund sunnudaginn 21. maí kl 11. Douglas A Brotchie leikur á orgelið.
Kaffisopi í Ljósbroti Strandbergs eftir stundina. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 16/5 2017

50, 60 og 70 ára fermingarbörn koma saman í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 14. maí kl 11.

Hátíðarmessa verður  sunnudaginn 14. maí kl 11 í Hafnarfjarðarkirkju. 50, 60 og 70 ára fermingarbörn taka þátt í messunni. Veitingar verða í safnaðarheimili kirkjunnar á eftir. Atli Guðlaugsson leikur á trompet, Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið og félagar í Barbörukórnum syngja. Sr Jón Helgi Þórarinsson predikar og þjónar ásamt sr Þórhildi Ólafs. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/5 2017

Vortónleikar barna- og unglingakóra Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 8. maí kl 18.

Stjórnandi Helga Loftsdóttir. Píanóleikari Anna Magnúsdóttir.
Allir velkomnir – aðgangur ókeypis.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/5 2017

Vorhátíð Hafnarfjarðarkirkju 7.maí kl 11 – 13. Fjölbreytt dagskrá inni sem úti fyrir börn sem fullorðna!

Vorhatid

Erla B. Káradóttir, 2/5 2017

Messa og sunnudagaskóli 30. apríl kl 11

Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni, en síðan fara börnin með Erlu Björgu og Hjördísi Rós í safnaðarhemilið.
Sr. Þórhildur Ólafs messar.  Organisti er Guðmundur Sigurðsson og forsöngvari er Magnea Tómasdóttir.

Jón Helgi Þórarinsson, 28/4 2017

Sunnudagaskólinn 30.apríl

Verið velkomin í sunnudagaskólann. Söngur, leikir, biblíusögur, Nebbanú og gaman. Allir eru hjartanlega velkomnir!

sunnomynd

Erla B. Káradóttir, 28/4 2017

TTT fimmtudaginn 27.apríl

TTT hefst aftur í dag eftir páskafrí. Á dagskrá verða leikir og fjör. Allir 10-12 ára krakkar eru hjartanlega velkomnir.

TTTmynd

Erla B. Káradóttir, 27/4 2017

Hádegistónleikar þriðjudaginn 25. apríl kl. 12:15

Screen Shot 2017-04-24 at 15.10.51

Guðmundur Sigurðsson, 24/4 2017Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Þriðjudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
12:00 - 12:30 Orgeltónleikar - 4. þriðjudag í mánuði - yfir vetrartímann
16:00 - 18:00 Fermingarfræðsla í Vonarhöfn

Dagskrá ...