Hafnarfjarðarkirkja

 

Tónlistarguðsþjónusta 2. nóvember 2014 á allra heilagra messu

  Tónlistarguðsþjónusta 2. nóvember 2014 kl. 11.
Ívar Helgason flytur eigin lög við ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem sérstaklega verður minnst í guðsþjónustunni.  Með honum leikur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Þorgrímur Jónsson á bassa og Guðmundur Sigurðsson á orgel og píanó. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs.  Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna og njóta glæsilegrar dagskrár

Þórhildur Ólafs, 31/10 2014

Sunnudagaskóli 2. nóvember kl. 11

Allir krakkar velkomnir í uppbyggilega og skemmtilega stund sem Anna Elísa sér um ásamt samstarfsfólki sínu.

Jón Helgi Þórarinsson, 30/10 2014

Tónlistarguðsþjónusta 2. nóvember

image001-2

 

 

Guðmundur Sigurðsson, 28/10 2014

Morgunmessa miðvikudagsmorgna kl. 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Morgunverður í safnaðarheimilinu eftir stundina.
Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 28/10 2014

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 28. október

Fermingarbörn úr Lækjarskóla og fleiri skólum mæta kl. 16 og fermingarbörn úr Setbergsskóla mæta kl. 17. Börnin koma með kennslubókin Con Dios; Lesa heima bls 74 – 81; Guð. Fræðslan verður í Vonarhöfn – gengið inn frá Suðurgötu

Jón Helgi Þórarinsson, 27/10 2014

Hádegistónleikar þriðjudaginn 28. október kl. 12.15 – 12.45

Douglas A. Brotschie leikur glæsilega efnisskrá á bæði orgel Hafnarfjarðarkirkju.

Verið hjartanlega velkomin. Aðgangur ókeypis.

Kaffisopi eftir tónleikana.

Jón Helgi Þórarinsson, 27/10 2014

Hallgrímsmessa og sunnudagskóli 26. október kl. 11

400 ár eru á þessu ári liðin frá því að Hallgrímur Pétursson, prestur og sálmaskáld, fæddist. Hallgríms verður minnst við messugjörð í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn bæði með sálmasöng, predikun og bænagjörð. Prestur er sr Jón Helgi Þórarinsson, félagar úr Barbörukórnum syngja undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista.

Sunnudagskólinn verður á sínum stað í safnaðarheimilinu kl. 11. Anna Elísa, Margrét Heba og fleiri leiða stundina.
Kaffisopi, djús og kex eftir stundirnar.

Jón Helgi Þórarinsson, 24/10 2014

Haustfundur Kvenfélagsins

fimmtudaginn 23. október kl. 20 í Vonarhöfn.
Venjuleg fundarstörf, heimsóknir og kaffiveitingar á vægu verði.

Jón Helgi Þórarinsson, 21/10 2014

Morgunmessa miðvikudagsmorgna kl. 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Morgunverður í safnaðarheimilinu eftir stundina.
Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 21/10 2014

Frí í fermingarfræðslu 21. október

Þar sem vetrarfrí er í skólum bæjarins verður einnig frí í fermingarfræðslu þriðjudaginn 21. október. Næsti tími verður þriðjudaginn 28. október.

Jón Helgi Þórarinsson, 20/10 2014Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700

Neyðarsími presta: 659 7133

Laugardagur

11.00-12.00 CODA-fundur (Vonarhöfn)

Dagskrá ...