Hafnarfjarðarkirkja

 

Síðasta morgunmessan fyrir jól miðvikudaginn 26. nóvember kl. 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Eftir stundina er léttur morgunverður í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir.

Síðasta morgunmessan fyrir jól. Fyrsta morgunmessan á nýju ári verður miðvikudaginn 14. janúar 2015.

Jón Helgi Þórarinsson, 24/11 2014

Fermingarfræðsla 25. nóvember

Þriðjudaginn 25. nóvember mæta fermingarbörn úr Öldutúnsskóla kl. 16 og fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla kl. 17.

Jón Helgi Þórarinsson, 24/11 2014

Messa og sunnudagskóli 23. nóvember kl. 11. Síðasti sunnudagur kirkjuársins

Jóhanna Ósk Valsdóttir syngur einsöng í messunni. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið. Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson.

Sunnudagskólinn verður á kl. 11 í safnaðarheimilinu með fjölbreyttri dagskrá undir stjórn Önnu Elísu, Hebu og Ingiborgar.

Kaffisopi, djús og eftir stundirnar.

Jón Helgi Þórarinsson, 20/11 2014

Morgunmessa 19.nóvember 2014

Morgunmessa 19.nóvember 2014 kl.8.15

Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs

Morgunverður í Odda Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Þórhildur Ólafs, 19/11 2014

Fermingarbörn safna þriðjudaginn 18. nóv. fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Fermingarbörn í Hafnarfjarðarkirkju munu ganga í hús í sókninni þriðjudaginn 18. nóvember frá kl. 16.30 – 20 og safna fyrir vatnsverkefni í Afríku sem Hjálparstarf kirkjunnar vinnur að.
Börnin verða 2 – 4 saman og eru með merkta og innsiglaða söfnunarbauka.

Börnin mæta kl. 16 í kirkjuna og fá fræðslu um það hvernig vatnsþró, vatnstankur eða brunnur með hreinu vatni getur gjörbreytt lífi fólks til hins betra: Heilsufar batnar; stúlkur sem áður sóttu vatn um langan veg fá tíma til að sækja skóla; með áveitu verður til meiri og betra fæða og svo koll af kolli.

Með því að taka þátt í fjáröflunarverkefninu fá börnin innsýn í líf jafnaldra sinna í starfssvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku og kynnast erfiðleikum sem þau búa við. Það eru gjarnan börn sem sækja vatn langar leiðir. Fermingarbörnin fá líka tækifæri til að ræða um ábyrgð okkar allra á því allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi.

Börnin munu ekki geta gengið í nema lítinn hluta af götum í sókninni á þessum tíma. Þeir sem vilja styðja verkefnið geta komið fjármunum til presta Hafnarfjarðarkirkju í vikunni. Þeir sem vilja spyrja nánar um þessa söfnun eru einnig beðnir um að hafa samband við presta Hafnarfjarðarkirkju.

Jón Helgi Þórarinsson, 17/11 2014

Messa sunnudaginn 16. nóvember 2014.

  Messa kl. 11.00 Prófasturinn í Kjalarnessprófastsdæmi dr. Gunnar Kristjánsson prédikar í tilefni af 100 ár afmæli Hafnarfjarðarkirkju. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestar kirkjunnar sr. Þórhildur Ólafs og sr. Jón Helgi Þórarinsson þjóna fyrir altari.

Sunnudagaskóli kl. 11.00 í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.  Leiðtogi barnastarfsins er Anna Elísa Gunnarsdóttir, henni til aðstoðar eru þær Margrét Heba og Ingeborg.

Kaffi, kex og djús í Ljósbroti eftir stundirnar.

Þórhildur Ólafs, 14/11 2014

Morgunmessa miðvikudaga kl. 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, samfélagið um Guðs borð. Morgunverður á eftir. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 11/11 2014

Fermingarfræðsla 11. nóvember

Fermingarbörn úr Lækjarskóla mæta kl. 16 þriðjudaginn 11 nóvember og fermingarbörn úr Setbergsskóla mæta kl. 17. Fjallað verður um efnið: Hver er Jesús? sem lesa má um bls. 16 – 21 í fermingarbókinni Con Dios.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/11 2014

Afríkuþema og Unglingakórinn í fjölskylduguðsþjónustu 9. nóvember kl. 11

Fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 9. nóvember kl. 11.
Sunnudagaskólinn tekur þátt í guðsþjónustunni.

Kristniboðsdagurinn – Afríkuþema

Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Helga stjórnar og Anna leikur á píanóið. Guðmundur leikukr á orgelið og Jón Helgi sýnir m.a. myndir af kristniboðs- og hjálparstarfi í Afríku.

Jón Helgi Þórarinsson, 6/11 2014

Leikrit um æsku Hallgríms Péturssonar sýnt 5. nóvember kl. 20

Miðvikudagskvöldið 5. nóvember kl. 20 sýnir STOPP leikhópurinn leikverk um æsku Hallgríms Péturssonar. Leikritið verður sýnt í Hafnarfjarðarkirkju og er fyrir börn sem fullorðna.  Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.

Verkið  byggir  að  mestu  á  bókinni  „Heimanfylgju“  eftir  Steinunni  Jóhannesdóttur  en  leikgerðin  er  eftir  Valgeir  Skagfjörð. Verkið tekur um 45 mínútur í flutningi. Sagan er sögð á einfaldan en líflegan hátt með aðferðum leikhússin, söng og hljóðfæraslætti.

Jón Helgi Þórarinsson, 5/11 2014Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700

Neyðarsími presta: 659 7133

Mánudagur

16.30 - 19:00 Barna- og unglingakórar

Dagskrá ...