Hafnarfjarðarkirkja

 

Síðasti sunnudagaskóli vetrarins – 26. apríl

Þá er komið að síðasta sunnudagaskóla vetrarins. Næsta sunnudag, 26. apríl, hittumst við í síðasta sinn í vetur. Við verðum í Hásölum, safnaðarheimilinu, þar sem við heyrum skemmtilegar sögur, fáum góða gesti í heimsókn og syngjum hressandi lög.

Sunnudaginn 10. maí verður svo vorhátíð Hafnarfjarðarkirkju þar sem sunnudagaskólinn, barna- og unglingakórarnir og fleiri koma saman og fagna vorinu og þakka fyrir samveruna í vetur. Við hvetjum alla krakka og foreldra, systkini, ömmur og afa til að mæta og hafa gaman saman :) Dagskráin verður auglýst síðar.

Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn og á vorhátíðinni!

Anna Elísa, Heba, Ingibjörg og Jóhanna

Anna Elísa Gunnarsdóttir, 24/4 2015

Messa og sunnudagskóli sunnudaginn 26. apríl kl. 11

Gleðilegt sumar!
Sr Jón Helgi predikar í fyrstu messunni á þessu vori! Jóhann Ósk Valsdóttir syngur einsöng og Douglas A Brotschie leikur á orgelið. Söfnuðurinn verður sérstaklega hvattur til að taka vel undir í sálmasöngnum.

Sunnudagaskólinn verður einnig kl. 11 í safnaðarheimilinu undir stjórn Önnu Elísu og hennar góða samstarfsfólks. Sögur, söngvar, góðir gestir og annað sprell eins og venjulega. Hlökkum til að sjá ykkur :)
Hressing á eftir!

Jón Helgi Þórarinsson, 23/4 2015

Sunnudagaskólinn 19. apríl: Í Odda

Næsta sunnudag verður sunnudagaskólinn í Odda (litla herberginu við hliðina á inngangnum nær kirkjunni). Sögur, söngvar, góðir gestir og annað sprell eins og venjulega. Hlökkum til að sjá ykkur :)

Anna Elísa Gunnarsdóttir, 16/4 2015

Orgeltónleikar í hádeginu þriðjudaginn 14. apríl kl.12.15 – 12.45. Aðgangur ókeypis.

Douglas A. Brotchie leikur glæsilega efnisskrá undir yfirskriftinni „Jesús, sem að dauðann deyddir.“  Að vanda er leikið á bæði orgel kirkjunnar. Kaffisopi eftir stundina. Sjá nánar hér fyrir neðan.

Jón Helgi Þórarinsson, 13/4 2015

Tónleikatvenna í apríl

Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju í apríl-2

Guðmundur Sigurðsson, 10/4 2015

Sunnudagaskólinn 12. apríl – í kapellunni

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað næsta sunnudag, eftir páskafrí. Við verðum í kapellunni á efri hæðinni, vegna ferminga í kirkjunni. Sögur, söngvar, leikir og fleira skemmtilegt á dagskránni, og að sjálfsögðu verða límmiðarnir á sínum stað.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Anna Elísa Gunnarsdóttir, 9/4 2015

Sunnudagskóli og fermingarmessa kl. 11 sunnudaginn 12. apríl

Sunnudagskólinn verður í kapellunni Stafni sem er á efri hæð safnaðarheimilisins. Umsjón hefur Anna Elísa.

Fermingarmessa verður kl. 11. Prestar kirkjunnar, sr Jón Helgi og sr Þórhildur, ferma og þjóna fyrir altari en félagar í Barbörukórnum syngja undir stjórn Guðmundar organista.

Jón Helgi Þórarinsson, 8/4 2015

Hátíðarmessa páskadagsmorgun kl. 8

Sr Þórhildur Ólafs predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr Jóni Helga Þórarinssyni. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja.
Morgunverður í Hásölum eftir messu.
Hátíðarmessa Sólvangi kl. 15. Prestur sr Þórhildur Ólafs. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja.

Jón Helgi Þórarinsson, 3/4 2015

Föstudagurinn langi, 3. apríl

Kyrrðarstund kl. 11. Magnea Tómasdóttir syngur úr passíusálmunum. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Sr. Hjörtur Pálsson les úr píslarsögunni. Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson.

Kl. 17-19. Sönghóppurinn Lux Aeterna syngur passíusálma 42-50.

Jón Helgi Þórarinsson, 2/4 2015

Heilög kvöldmáltíð skírdag, 2. apríl, kl. 18

Á skírdag er þess minnst að Jesús neytti síðustu kvöldmáltíðarinnar með lærisveinum sínum. Í Hafnarfjarðarkirkju verða passíusálmar 36 – 41 sungnir frá kl. 17 – 19 af sönghópnum Lux Aeterna. Um kl. 18 verður samfélag um Guðs borð, heilög kvöldmáltíð. Prestur er sr Þórhildur Ólafs.

Jón Helgi Þórarinsson, 2/4 2015Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Laugardagur

11.00-12.00 CODA-fundur (Vonarhöfn)

Dagskrá ...