Hafnarfjarðarkirkja

 

Hátíðarmessa og ferming hvítasunnudag kl. 11

Sr Þórhildur Ólafs og sr Jón Helgi Þórarinsson þjóna í messunni. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið og stjórnar félögum úr Barbörukórnum sem syngja.
14 börn verða fermd. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 21/5 2015

Opin æfing Barbörukórsins miðvikudaginn 20. maí kl. 17

SPS_0913-3

Í júní leggur Barbörukórinn land undir fót og fer í fyrsta skipti tónleikaferð út fyrir landsteinana, nánar tiltekið til Berlínarborgar. Á efnisskránni er íslensk kórtónlist, mestanpart kirkjuleg, m.a. eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Pál Ísólfsson, Jón Leifs, Báru Grímsdóttur og Hjálmar H. Ragnarsson, auk þjóðlagaútsetninga eftir Smára Ólason, Önnu Þorvaldsdóttur, Hafliða Hallgrímsson og fleiri.

Miðvikudaginn 20. maí kl. 17 æfir kórinn alla efnisskrána í Hafnarfjarðarkirkju og eru allir hjartanlega velkomnir að hlusta á æfinguna. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.

Guðmundur Sigurðsson, 19/5 2015

Æfing vegna fermingar á hvítasunnudag er miðvikudaginn 20. maí kl. 16

Jón Helgi Þórarinsson, 18/5 2015

Fermingarbörn næsta árs fá afhentan Kirkjulykilinn við guðsþjónustu sunnudaginn 17. maí kl. 11

Skráning er hafin í fermingarstarfið 2015 – 2016. Í guðsþjónustunni 17. maí verða væntanleg fermingarbörn boðin velkomin og þeim afhentur lítill bæklingur sem heitir: Kirtkjulykill, sem þau nota næsta vetur. Sr Jón Helgi og sr Þórhildur, prestar Hafnarfjarðarkirkju, annast guðsþjónustuna en Guðmundur organisti leikur á orgelið ásamt því að leiða söng félga úr Barbörukórnum. Nýir sálmar verða kynntir.
Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á kaffisopa og djús að venju og fermingarbörnin og foreldrar geta rætt við prestana.

Jón Helgi Þórarinsson, 15/5 2015

Skráning í fermingarstarf Hafnarfjarðarkirkju 2015 – 1016 er hafin.

Smellið á FERMINGAREYÐUBLAÐ 2016 hér til hliðar og þá birtist form sem þarf að fylla út. Kynning á fermingarstarfi næsta vetrar verður í guðsþjónustunni sunnudaginn 17. maí kl. 11.

Jón Helgi Þórarinsson, 12/5 2015

Sr Þórhallur predikar og sænskur kór syngur ásamt Gaflarakórnum við guðsþjónustu kl. 14, uppstigningardag, 14. maí. Hátíðarkaffi. Dagur eldri borgara í kirkjunni

Sr Þórhallur Heimisson sóknarprestur í Falun í Svíþjóð heimsækir sinn gamla söfnuð hér í Hafnarfirði á uppstigningardegi 14. maí og predikar í guðsþjónustunni kl. 14. Með honum kemur kirkjukór Stóru Kopparbergskirkju og tveir organistar og syngur kórinn við guðsþjónustuna sem og í kaffinu á eftir. Gaflarakórinn syngur einnig við guðsþjónustuna undir stjórn Kristjönu Þ Ásgeirsdóttur. Organisti er Guðmundur Sigurðsson.  Sr Jón Helgi Þórarinsson, sr Þórhildur Ólafs, og sr Halldór Reynisson þjóna fyrir altari, en Hafnarfjarðarkirkja og Víðistaðakirkja standa báðar að þessari guðsþjónustu.

Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á hátíðarkaffi í Hásölum í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Þar munu kórarnir einnig syngja.

Eldri borgurum hefur um árabil sérstaklega verið boðið til kirkju þennan dag.
Rútuferðir verða sem hér segir:
Kl. 13.15 frá Víðistaðakirkju
kl. 13.25 frá Hrafnistu
kl. 13.35 frá Hjallabraut
kl. 13.45 frá Sólvangi.

Jón Helgi Þórarinsson, 11/5 2015

Vortónleikar barna- og unglingakóra Hafnarfjarðarkirkju

mánudaginn 11. maí kl. 17.30.
Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum í kórsjóð.

Jón Helgi Þórarinsson, 8/5 2015

Vorhátíð fyrir alla fjölskylduna sunnudaginn 10. maí kl. 11 – 13

Fjölskyldustund í kirkjunni kl. 11. Barna- og unglingakórar kirkjunnar syngja. Sunnudagskólanum lýkur.

Kl. 11.30 verður farið út þar sem margt verður til gamans gert. Hoppukastali, leikir, tónlist og fleira til skemmtunar. Grillaðar pylsur, djús og kaffi. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/5 2015

Handavinnukvöld Kvenfélagsins fimmtudaginn 7. maí kl 20 í Vonarhöfn

Allar konur velkomnar. Kaffisopi.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/5 2015

Messa 3. maí 2015

Messa kl. 11.00 Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. 50, 60 og 70 ára afmælisárgangar kirkjunnar sækja messu. Smáréttahlaðborð í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju eftir messu. Veislustjóri verður Rannveig Jónsdóttir úr hópi 50 ára fermingarbarna.  Björn Pálsson ljósmyndari tekur hópmyndir.

Þórhildur Ólafs, 2/5 2015Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Þriðjudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
12:00 - 12:30 Orgeltónleikar - 4. þriðjudag í mánuði - yfir vetrartímann
16.00 - 18.00 Fermingarfræðsla

Dagskrá ...