Hafnarfjarðarkirkja

 

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 28. janúar

Kl 16 mætir hópur 3, þ.e. fermingarbörn úr Setbergsskóla (o.fl). Kl 17 mætir hópur 4, þ.e. fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla (o.fl). ÞAu fermingarbörn sem ekki komust síðasta þriðjudag, 21. janúar,  eru beðin um að mæta 28. janúar.

Jón Helgi Þórarinsson, 27/1 2020

Kirkjubrall – fjölskyldustund – sunnudaginn 26. janúar kl 11

Börn og fullorðnir taka þátt í sköpun, leikjum, helgihaldi og borðhaldi og vinna með þemað OFURHETJUR á ýmsum stöðvum í kirkju og í safnaðarheimili. Barna- og unglingkórar Hafnarfjarðarkirkju syngja. Léttur hádegisverður. Verið öll velkomin.stencil.facebook-photo - 2020-01-20T124553.637

Jón Helgi Þórarinsson, 24/1 2020

Morgunmessa miðvikudaginn 22. janúar kl 8.15 – 8.45

Sálmasöngur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Léttur morgunverður á eftir. Verið velkomin

Jón Helgi Þórarinsson, 21/1 2020

Fermingarfræðsla 21. janúar

Þriðjudaginn 21. janúar
Kl 16 mætir hópur 1, þ.e. fermingarbörn úr Öldutúnsskóla (o.fl)
Kl 16.45 mætir hópur 2, þ.e. fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla (o.fl)
Þriðjudaginn 28. janúar
kl 16 mætir hópur 3, þ.e. fermingarbörn úr Setbergsskóla (o.fl)
Kl 17 mætir hópur 4, þ.e. fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla (o.fl)

Jón Helgi Þórarinsson, 20/1 2020

Samkoma í Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 20. janúar kl 20 á alþjóðlegri bænaviku kristinna trúfélaga

Fulltrúar frá nokkrum trúfélögum flytja hugvekjur, lesa ritningarlestra og bænir. Sálmasöngur.
Eftir stundina er boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu. Verið öll velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 20/1 2020

Bænastund kl 17 laugardaginn 18. janúar vegna slyssins við Hafnarfjarðarhöfn. Kirkjan opin frá kl 16.

Bænastund verður í Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 18. janúar kl 17, þar sem beðið verður fyrir þeim piltum sem lentu í slysinu við Hafnarfjarðarhöfn föstudagskvöldið 17. janúar og fjölskyldum þeirra. Kirkjan verður opin frá kl 16 og verður hægt að eiga samtöl við presta.

Jón Helgi Þórarinsson, 18/1 2020

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 19. janúar kl 11

Sr Þórhildur Ólafs þjónar í messunni. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja.
Sigríður og Jasper sjá um fjölbreytta dagskrá í sunnudagaskólanum.
Hressing á eftir. Verið öll velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 17/1 2020

Morgunmessa miðvikudaginn 15. janúar kl 8.15 – 8.45

Sálmasöngur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Léttur morgunverður á eftir. Verið velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 15/1 2020

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 12. janúar kl 11

Sr Þórhildur Ólafs predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Sigurðsson.
Sunnudagaskólinn hefst að nýju eftir jólafrí. Bylgja, Sigríður og Jasper sjá um fjölbreytta dagskrá  fyrir börnin.
Verið velkomin. Hressing eftir stundina.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/1 2020

Fermingarstarfið hefst á nýju ári 7. og 14. janúar 2020

Þriðjudaginn 7. janúar 2020
Kl 16 mætir hópur 1, þ.e. fermingarbörn úr Öldutúnsskóla (o.fl).
Kl 17 mætir hópur 2, þ.e. fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla (o.fl)

Þriðjudaginn 14. janúar 2020
kl 16 mætir hópur 3, þ.e. fermingarbörn úr Setbergsskóla (o.fl).
Kl 17 mætir hópur 4, þ.e. fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla (o.fl)

Jón Helgi Þórarinsson, 3/1 2020


Skráning í fermingarstarfið 2019 - 2020, smellið á: FERMINGARSTARF - SKRÁNING.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Miðvikudagur

8.15 - 8.45 Morgunmessa. Kaffi, te og brauð á eftir.
10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
13:00 - 16:30 Skákklúbburinn Riddarinn
15:00-16:00 Heimsókn frá Drafnarhúsi 1. miðvikudag í mánuði

Dagskrá ...