Hafnarfjarðarkirkja

 

Haustfundur Kvenfélagsins

fimmtudaginn 23. október kl. 20 í Vonarhöfn.
Venjuleg fundarstörf, heimsóknir og kaffiveitingar á vægu verði.

Jón Helgi Þórarinsson, 21/10 2014

Morgunmessa miðvikudagsmorgna kl. 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Morgunverður í safnaðarheimilinu eftir stundina.
Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 21/10 2014

Frí í fermingarfræðslu 21. október

Þar sem vetrarfrí er í skólum bæjarins verður einnig frí í fermingarfræðslu þriðjudaginn 21. október. Næsti tími verður þriðjudaginn 28. október.

Jón Helgi Þórarinsson, 20/10 2014

Orgeltónleikar – sálmahátíð – námskeið 18. – 20. nóvember

Kirkjutónlistarhátíð verður haldinn í Hafnarfjarðarkirkju 18. – 20. október  í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðarkirkju.

Orgeltónleikar laugardag kl. 17. Ókeypis aðgangur
Mark Anderson, organisti frá Bandaríkjunum, leikur fjölbreytta efnisskrá á bæði orgel Hafnarfjarðarkirkju.

Í messunni á sunnudag kl. 11 mun Mark virkja söfnuðinn í almennum sálmasöng og fjalla um mikilvægi hans. Einnig mun hann leik á orgel kirkjunnar ásamt Guðmundi Sigurðssyni organista. Prestur er sr Jón Helgi Þórarinsson.
Sunnudagaskóli í Hásölum, safnaðarheimili, kl. 11. Umsjón hafa Anna Elísa, Margrét Heba og fleiri.
Á mánudag kl. 17 – 21 verður námskeið í kórstjórn sem er opið öllum og þátttaka ókeypis. Námskeiðið er samstarfsverkefni Hafnarfjarðarkirkju, Félags íslenskra kórstjóra og Félags íslenskra organleikara. Félagsmenn stjórna og þiggja leiðsögn Marks, en öllum er velkomið að fylgjast með. Áhugafólk um söng getur einnig sungið með kór námskeiðsins.
Lesa má nánar um hátíðina á veggspjaldinu hér fyrir neðan.

Jón Helgi Þórarinsson, 16/10 2014

Kirkjutónlistarhátíð 2014_okt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðmundur Sigurðsson, 14/10 2014

Helgistaðir við Hafnarfjörð. 100 ára afmælisrit Hafnarfjarðarkirkju

Kynningarfundur þriðudaginn 14. október kl. 20 í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
Kynning á afmælisriti í tveimur bindum sem verið er að gefa út í tilefni 100 ára afmælis Hafnarfjarðarkirkju.

Í fyrra binMerki Hafnarfjarðarkirkjudinu er fjallað um Garðarprestakall hið forna, frá upphafi byggðar til 1914 og í síðara bindinu um sögu Hafnarfjarðarkirkju 1914 – 2014. Gunnlaugur Haraldsson, ritstjóri, kynnir ritið í máli og myndum.

Hægt er að skrá sig á Heillaóskaskrá.
Kaffisopi. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/10 2014

Fjölskylduguðsþjónusta 12. október 2014

  Fjölskylduuðsþjónusta 12. október kl. 11.00 Börn úr kórskóla Hafnarfjarðarkirkju syngja ásamt barnakór.  Stjórnandi er Helga Loftsdóttir.  Meðleikari er Anna Magnúsdóttir.  Organisti er Douglas Brotchie. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs.  Saga, brúður, söngur.

Hressing í Ljósbroti Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju eftir guðsþjónustuna.

Þórhildur Ólafs, 10/10 2014

Hljómsveit ungs fólks spilar á fræðslukvöldi miðvikudaginn 8. október kl. 20

Allir eru velkomnir á fræðslukvöld 8. október í Hafnarfjarðarkirkju kl. 20 þar sem hljómsveitin Sálmarar mun kynna hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar í tali og tónum.
Dagskráin í kirkjunni stendur í um 45 mínútur og á eftir er boðið upp á kaffi og djús í Ljósbroti, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.

Jón Helgi Þórarinsson, 8/10 2014

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 7. október

Fermingarbörn úr Lækjarskóla og fleiri skólum mæta kl. 16 og fermingarbörn úr Setbergsskóla mæta kl. 17. Börnin koma með kennslubókin Con Dios; Lesa heima bls 63 – 65; skírn, ferming, trúarjátning. Fræðslan verður í Vonarhöfn – gengið inn frá Suðurgötu.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/10 2014

Messa og sunnudagaskóli 5.október 2014

Mynd af Barbörukórinn-Syngið Drottni    16. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Messa kl. 11.00 Félagar úr Barbörukórnum syngja.  Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs

Sunnudagaskóli kl. 11.00 í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.  Leiðtogi sunnudagaskólans er Anna Elísa Gunnarsdóttir.  Aðstoðarstúlka hennar er Margrét Heba.

Kaffi, djús og kex í Ljósbroti eftir messu og sunnudagaskóla.

Þórhildur Ólafs, 2/10 2014Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700

Neyðarsími presta: 659 7133

Þriðjudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
12:00 - 12:30 Orgeltónleikar - 4. þriðjudag í mánuði - yfir vetrartímann
16.00 - 18.00 Fermingarfræðsla

Dagskrá ...