Hafnarfjarðarkirkja

 

Morgunmessa miðvikudaga kl. 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð. Léttur morgunverður í safnaðarheimilinu eftir messuna.

Jón Helgi Þórarinsson, 3/3 2015

Fermingarfræðsla 3. mars

Fermingarbörn úr Öldutúnsskóla komi í Vonarhöfn kl. 16.00.
Fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla komi kl. 17.00.

Jón Helgi Þórarinsson, 2/3 2015

Aðalsafnaðarfundur Hafnarfjarðarsóknar verður sunnudaginn 8. mars kl. 12.15

Venjuleg aðalfundarstörf.

Jón Helgi Þórarinsson, 1/3 2015

Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11 sunnudaginn 1. mars á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar

Fermingarbörn annast lestra, bænir, hugvekjur o.fl.
Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Píanóleikari Anna Magnúsdóttir.
Prestar kirkjunnar, sr Jón Helgi og sr Þórhildur, leiða stundina. Organisti Guðmundur Sigurðsson.
Sunnudagskólinn byrjar í kirkjunni, en síðan fara börnin í safnaðarheimilið með Önnu Elísu og Hebu.
Kaffisopi, djús og kex eftir stundina.

Jón Helgi Þórarinsson, 26/2 2015

Morgunmessa miðvikudaga kl. 8.15

Orgelleikur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Léttur morgunverður í safnaðarheimilinu eftir stundina.
Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 24/2 2015

Samskipti barna og foreldra. Fræðslukvöld í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudag 25. febrúar kl. 20 – 20.45

Anna Jóna Guðmundsdóttir, sálfræðingur, fjallar um samskipti barna og foreldra á fræðslukvöldi fyrir fermingarbörn og foreldra.
Eftir stundina er boðið upp á kaffisopa, djús og spjall í safnaðarheimilinu.
Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 24/2 2015

Öll fermingarbörn mæta þriðjudaginn 24. feb kl. 16

Þriðjudaginn 24. febrúar mæta öll fermingarbörn kl. 16. Skipt verður í hópa og munu krakkarnir undirbúa ýmis atriði til að flytja í guðsþjónustu 1. mars kl. 11. Þá er árlegur æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar og sjá fermingarbörn um stóran hluta messunnar.

Jón Helgi Þórarinsson, 23/2 2015

Hádegistónleikar verða í Hafnarfjarðarkirkju 
þriðjudaginn 24. febrúar kl. 12:15-12:45
Básúnukvartettinn Los Trombones trans Atlantico leikur glæsilega efnisskrá, m.a. hið magnaða verk  Quartet de forme Liturgique eftir Jacques Charpentier (1933-)
 
Kvartettinn skipa:
Stefán Ómar Jakobsson, Carlos Caro Aguilera,
David Bobroff og Ingibjörg Azima.
 
Kaffisopi eftir tónleika
Verið hjartanlega velkomin 
Aðgangur ókeypis

 

Guðmundur Sigurðsson, 23/2 2015

Búningafjör í sunnudagaskólanum á morgun, 22. febrúar

Í tilefni af öskudeginum verður búningafjör í sunnudagaskólanum á morgun. Við hvetjum alla, bæði börn og fullorðna, til að mæta í skemmtilegum búningum. Sunnudagskólinn verður líkt og venjulega í safnaðarheimilinu, undir stjórn Önnu Elísu og Margrétar Hebu. Söngur, sögur, leikir og ýmislegt uppbyggilegt og skemmtilegt á dagskránni. Öll börn velkomin og eru foreldrar og ömmur og afar, frænkur og frændur hvött til að koma með börnunum. Djús og kaffisopi eftir stundina. Hlökkum til að sjá ykkur!

Anna Elísa Gunnarsdóttir, 21/2 2015

Fermingarfræðsla 17. febrúar 2015

Fermingarbörn úr Lækjarskóla mæta kl. 16.
Fermingarbörn úr Setbergsskóla mæta kl. 17.

Jón Helgi Þórarinsson, 16/2 2015Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Fimmtudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
16.30 - 19:00 Barna- og unglingakórar
20:00 - 22:00 Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju - prjónakaffi 2. fimmtudag í mánuði (Vonarhöfn)

Dagskrá ...