Hafnarfjarðarkirkja

 

BÆN ÞJÓÐAR. Passíusálmarnir sungnir frá pálmasunnudegi til föstudagsins langa í dymbilviku kl. 17 – 19. Aðgangur er ókeypis og fólk getur komið og farið að vild.

Upprunaflutningur á Passíusálmum Hallgríms í dymbilviku í Hafnarfjarðarkirkju.
Þetta er annað árið í röð sem sönghópurinn Lux Aeterna flytur alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar í dymbilviku í Hafnarfjarðarkirkju. Flutningur sálmanna er upprunaflutningur þar sem sálmarnir verða sungnir við gömlu íslensku þjóðlögin sem þjóðin kunni. Við flutninginn er stuðst við rannsóknir Smára Ólasonar á íslensku þjóðlögunum við sálmana en á dögunum kom út tímamótarit með öllum Passíusálmum Hallgríms við þessi gömlu og einstöku lög í útsetningum Smára. Þeir sem koma fá bókina í hendur og geta fylgst með. Lesa áfram …

Jón Helgi Þórarinsson, 31/3 2015

Sunnudagaskólinn á pálmasunnudag – Kapellan og páskaeggjaleit

Næsta sunnudag, 29. mars, verður sunnudagaskólinn í kapellunni, en hún er staðsett á efri hæð safnaðarheimilisins.
Dagskráin hjá okkur á sunnudaginn verður ekki af verri endanum, því við ætlum að leita að páskaeggjum sem verða falin víðsvegar um svæðið. Mmmm súkkulaði!
Hlökkum til að sjá ykkur!
Anna Elísa, Heba, Ingibjörg og Jóhanna.

Anna Elísa Gunnarsdóttir, 26/3 2015

Fermingamessur pálmasunnudag, 29. mars, kl. 11 og kl. 13.30

Prestar: sr Jón Helgi Þórarinsson og sr Þórhildur Ólafs. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum leiða söng.

Jón Helgi Þórarinsson, 26/3 2015

Morgunmessa miðvikudaginn 25. mars kl. 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð. Léttur morgunverður í safnaðarheimilinu eftir messuna. Síðasta morgunmessan á þessum vetri.

Jón Helgi Þórarinsson, 24/3 2015

Æfingar fermingarbarna

Fermingarbörn mæta á æfingar fyrir fermingar á eftirtöldum tímum:
24.  mars, þriðjudagur. Kl.  16 er æfing með þeim fermingarbörnum sem fermast pálmasunnudag, 29. mars, kl. 11.
24.  mars, þriðjudagur. Kl.  17 er æfing með þeim fermingarbörnum sem fermast pálmasunnudag, 29. mars, kl. 13.30.
25.  mars, miðvikudagur. Kl.  16 er æfing með þeim fermingarbörnum sem fermast skírdag, 2. apríl, kl. 11.
25.  mars, miðvikudagur. Kl.  17 er æfing með þeim fermingarbörnum sem fermast skírdag, 2. apríl, kl. 13.30.
8. apríl, miðvikudagur. Kl. 16 er æfing með þeim fermingarbörnum sem fermast sunnudaginn 12. apríl, kl. 11.
20. maí, miðvikudagur. Kl. 16 er æfing með þeim fermingarbörnum sem fermast hvítasunnudag, 24. maí, kl. 11.​​

Jón Helgi Þórarinsson, 23/3 2015

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 22. mars 2015

Guðsþjónusta kl. 11.00 Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs

Sunnudagaskóli í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju kl. 11.00 Leiðtogi sunnudagaskólans er Anna Elísa Gunnarsdóttir, henni til aðstoðar er Margrét Heba.

Kaffi, kex og djús á eftir,

Miðvikudagur kl. 8. 15 – Morgunmessa.

Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs

Morgunverður í Odda Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Athugið þetta verður síðasta morgunmessa vetrarins

 

Þórhildur Ólafs, 19/3 2015

Lokafundur með foreldrum fermingarbarna miðvikudagskvöldið 18. mars kl. 20 – 21

Á fundinum verður rætt um starfið í vetur ásamt því að fara yfir fermingarathöfnina og dagskrána næstu vikur. Kaffisopi í safnaðarheimilinu. Tekið skal fram að fundurinn er aðeins fyrir foreldrana; fermingarbörnin eiga ekki að mæta.

Jón Helgi Þórarinsson, 17/3 2015

Morgunmessa miðvikudaginn 18. mars kl. 8.15

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð. Léttur morgunverður í safnaðarheimilinu eftir messuna.

Jón Helgi Þórarinsson, 17/3 2015

Fermingarfræðsla 17. mars; könnun og óvissuferð

Öll fermingarbörn eiga að mæta kl. 16 og verður komið til baka úr ferðinni fyrir kl. 19.
Kl. 16 verður könnun í Hásölum, í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. 12 – 15 spurningar koma af þeim spurningum sem eru á blaðinu sem fermingarbörn hafa fengið.
Kl. 16.30 verður farið í rútuferð og verður hún stutt (innan höfuðborgarsvæðis). Við fáum fræðslu, förum í leiki og fáum okkur eitthvað gott að borða.
Börnin eru beðin um að greiða kr 500 fyrir þessa ferð. Komið verður heim fyrir kl. 19.

Jón Helgi Þórarinsson, 16/3 2015

Vígslubiskup predikar sunnudaginn 15. mars og sr. Árna og sr. Garðars verður minnst

Sr Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti predikar við messu í Hafanrfjarðarkirkju sunnudaginn 15. mars kl. 11, í tilefni aldarafmælis kirkjunnar.
Við messuna verður sr Árna Björnssonar og sr Garðars Þorsteinssonar, fyrstu prestanna sem þjónuðu í Hafnarfjarðarkirkju, minnst. Barbörkukórinn og Guðmundur Sigurðsson, organisti kirkjunnar, flytja sálm eftir sr Árna Björnsson við lag Árna Gunnlaugssonar. Sr Jón Helgi Þórarinsson og sr Þórhildur Ólafs þjóna fyrir altari ásamt vígslubiskupi. Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir stundina.
Sunnudagskólinn í safnaðarheimilinu kl. 11 í umsjón Önnu Elísu og hennar fólks. Skemmtileg og fræðandi stund. Verið velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 11/3 2015Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Þriðjudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
12:00 - 12:30 Orgeltónleikar - 4. þriðjudag í mánuði - yfir vetrartímann
16.00 - 18.00 Fermingarfræðsla

Dagskrá ...