Hafnarfjarðarkirkja

 

Sunnudagskólinn hefst sunnudaginn 6. september kl. 11

Dagskráin í vetur verður fjölbreytt fyrir börn á öllum aldri. Söngur, sögur, brúður, leikir, föndur og margt fleira verður á dagskránni.
Foreldrar, afar og ömmur hvött til að koma með börnum sínum.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Jón Helgi Þórarinsson, 3/9 2015

Messa og sunnudagaskóli 6. september 2015 kl. 11.00

Myndaniðurstaða fyrir hafnarfjarðarkirkja

Messa kl. 11.00 Félagar úr Barbörukórnum syngja.  Organisti er Guðmundur Sigurðsson.  Prestur er sr. Þórhildur Ólafs

Vetrarstarf sunnudagaskólans byrjar í kirkjunni.  Eftir fyrsta sálm færa börnin sig yfir í Hásali Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju með leiðtogum sínum.  Leiðtogar sunnudagaskólans eru Margrét Heba og Una.

Á eftir er boðið upp á kaffi, kex og djús í Ljósbroti Strandbergs

Þórhildur Ólafs, 2/9 2015

Fyrsti fermingarfræðslutíminn 1. september

Kl. 16 mæta fermingarbörn úr Öldutúnsskóla.
Kl. 17 mæta fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla.

Fermingarbörnin taka Kirkjulykilinn með. Mæting er í Vonarhöfn, í safnaðarheimilinu Strandbergi – gengið inn frá Suðurgötu.

Þriðjudaginn 8. september mæta fermingarbörn úr Setbergsskóla kl. 16 og fermingarbörn úr Lækjarskóla og öðrum skólum sem ekki hafa verið nefndir hér að framan mæta kl. 17.

Jón Helgi Þórarinsson, 30/8 2015

Fyrsta æfing barna- og unglingakórsins verður mánudaginn 31. ágúst

Í vetur æfir Barnakórinn á mánudögum kl.17:00-17:50.
Unglingakórinn æfir á mánudögum kl. 18:00-19:00 og fimmtudögum kl. 17:15-18:45

Jón Helgi Þórarinsson, 28/8 2015

Messa sunnudaginn 30. ágúst kl. 11

Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja.
Kaffsopi eftir messuna.

Sunnudagskólinn hefst sunnudaginn 6. september kl. 11.

Jón Helgi Þórarinsson, 26/8 2015

200 ára afmælishátíð Hins íslenska Biblíufélagsins í Hallgrímskirkju laugardaginn 29. ágúst kl. 14.

Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Allir velkomnir. Boðið upp á léttar veitingar á eftir.
Dagskrána má sjá hér:

Lesa áfram …

Jón Helgi Þórarinsson, 26/8 2015

Innritun í barna- og unglingakóra Hafnarfjarðarkirkju stendur yfir

Barna- og unglingarkórar Hafnarjarðarkirkju hafa starfað með miklum blóma í mörg ár. Kórstjóri er Helga Loftsdóttir og Anna Magnúsdóttir leikur á píanó.

Fyrsta kóræfingin á þessu hausti verður mánudaginn 31.ágúst.

Í vetur æfir Barnakórinn á mánudögum kl.17:00-17:50. Kórgjald í barnakórinn allan veturinn er 4500 kr.
Unglingakórinn æfir á mánudögum kl. 18:00-19:00 og fimmtudögum kl. 17:15-18:45
Kórgjald í unglingakór fyrir allan veturinn er 8500 kr.
Vinsamlegast leggið inn á reikning kórsins sem er 0545-26-9076 kt: 590169-7069 og setjið nafn barns í skýringu.

Innritun fyrir barnakórinn fer fram í gegnum netfangið helga.loftsdottir@gmail.com
Vinsamlegast setjið upplýsingar um nafn barns, nafn beggja foreldra, gsm símanr, skóla og aldur.

Innritun nýliða í unglingakór fer einnig fram á netfangið helga.loftsdottir@gmail.com. Þær upplýsingar sem þurfa að fylgja eru: nafn kórfélaga, nafn beggja foreldra, gsm símar, skóli og aldur.

Jón Helgi Þórarinsson, 23/8 2015

Guðsþjónusta sunnudaginn 23. ágúst kl. 11. Upphaf fermingarstarfsins

Fermingarbörn næsta vetrar og foreldrar þeirra verða boðin velkomin og fermingarstarfið kynnt.
Sr Jón Helgi Þórarinsson og sr Þórhildur Ólafs, prestar Hafnarfjarðarkirkju, leiða stundina. Organisti er Douglas A Brotchie.
Á eftir verður boðið upp á kaffi og djús í safnaðarheimilinu.

Jón Helgi Þórarinsson, 18/8 2015

Skráning í fermingarstarfið stendur yfir

Þau börn sem ætla að taka þátt í fermingarstarfi Hafnarfjarðarkirkju veturinn 2015 – 2016, en hafa ekki skráð sig, þurfa að skrá sig sem allra fyrst. Skráningin fer fram hér á heimasíðu Hafnarfjarðarkirkju og er smellt á hnappinn hér til hliðar þar sem stendur: FERMINGAREYÐUBLAÐ 2016. 
Prestar kirkjunnar veita nánari upplýsingar um fermingarstarfið.

Jón Helgi Þórarinsson, 18/8 2015

Helgistundir kl. 11 á sunnudögum í sumar

Prestar kirkjunnar leiða stundirnar sem verða með einföldu sniði. Douglas A Brotchie leikur á orgelið og leiðir sálmasöng. Ritningarlestur, íhugun og bænagjörð. Samfélagið um Guðs borð. Kaffisopi á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 8/7 2015Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Föstudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta

Dagskrá ...