Hafnarfjarðarkirkja

 

Handavinnukvöld Kvenfélagsins

í Vonarhöfn fimmtudaginn 4. september kl. 20.
Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 2/9 2014

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 2. september kl. 16 og kl. 17

Kl. 16  mæta fermingarbörn sem eru í  Öldutúnsskóla
Kl. 17 mæta fermingarbörn sem eru í Hvaleyrarskóli
Börnin koma með Kirkjulykilinn; Við fræðumst um messuna og af hverju er gengið til altaris í messum.

Þriðjudagur 9. september
Kl. 16 Lækjarskóli og fleiri skólar
Kl. 17 Setbergsskóli
Börnin koma með Kirkjulykilinn; Við fræðumst um messuna og af hverju er gengið til altaris í messum.

Jón Helgi Þórarinsson, 1/9 2014

Messa sunnudaginn 31. ágúst kl. 11.00

Messa sunnudaginn 31. ágúst 2014 kl.11.00 -
11. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.  Félagar úr Barbörukórnum syngja m. a. sálmalag eftir Douglas Brotchie sem er organisti í messunni. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs
Boðið er upp á kaffi, kex og djús í Ljósbroti Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju eftir messu.
Ritningarlestrar eru úr Spádómsbók Jesaja 2.11-17 og Rómverjabréfinu 3.21-26
Guðspjallið er Lúkasarguðspjall 18.9-14

Þórhildur Ólafs, 28/8 2014

Guðsþjónusta sunnudaginn 24. ágúst kl. 11. Upphaf fermingarstarfs

Fermingarbörn næsta vetrar og foreldrar boðin velkomin. Í lok stundarinnar verður fermingarstarf næsta vetrar kynnt.
Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustuna.
Prestar sr Jón Helgi Þórarinsson og sr Þórhildur Ólafs.
Organisti Guðmundur Sigurðsson.
Félagar í Barbörukórnum leiða söng.

Þau börn sem ætla að taka þátt í fermingarstarfinu næsta vetur en hafa ekki skráð sig, eru beðin um að skrá sig hér á heimasíðu kirkjunnar /FERMINGAREYÐUBLAÐ 2015

Jón Helgi Þórarinsson, 19/8 2014

Sunnudagur 17. ágúst 2014

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                     Helgistund kl. 11.00
Fermdur verður Björn Heiðar Kristjánsson, Álfholti 54 c, 220 Hafnarfirði.  Félagi úr Barbörukórnum leiðir söng. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs

Þórhildur Ólafs, 15/8 2014

Skráning fermingarbarna

Þau börn sem ætla að taka þátt í fermingarstarfinu í Hafnarfjarðarkirkju veturinn 2014 – 2015 og fermast vorið 2015 en hafa ekki skráð sig eru beðin að skrá sig hér á heimasíðu kirkjunnar; Fermingareyðublað 2015. Fermingarstarfið hefst sunnudaginn 24. ágúst. Tölvubréf verður fljótlega sent til allra barna sem skrá sig og foreldra þeirra. Ef þið hafið fyrirspurning getið þið sent tölvubréf á jon.helgi.thorarinsson@kirkjan.is.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/8 2014

Helgistund og ganga að Hellisgerði kl. 11 – 12 sunnudaginn 10. ágúst

Sunnudaginn 10. ágúst verður stutt helgistund í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11. Þaðan verður gengið að Hellisgerði. Stoppað verður á leiðinni og verður þá lesið úr ritningunni, flutt bænagjörð og stutt íhugun. Kaffisopi verður tekinn með. Sr Jón Helgi Þórarinsson leiðir stundina. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/8 2014

Skrifstofa Hafnarfjarðarkirkju verður lokuð þriðjudaginn 5. ágúst vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar á ný miðvikudaginn 6. ágást

Jón Helgi Þórarinsson, 1/8 2014

Ekki messa sunnudaginn 3. ágúst

Eins og undanfarin ár verður ekki helgihald í Hafnarfjarðarkirkju um verslunarmannahelgina.

Sunnudaginn 10. ágúst verður helgihald kl. 11 og síðan gengið um nágrenni kirkjunnar.

Jón Helgi Þórarinsson, 30/7 2014

Helgistund og ganga kl. 14 sunnudaginn 27. júlí í Bænalundi, Höfðaskógi í samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar

Skógar- og útvistardagur fjölskyldunnar kl. 14 – 17

Bænalundur, Höfðaskógi (skammt frá Þöll)

Kl. 14.00: Helgistund. Séra Jón Helgi Þórarinsson annast helgistundina.

Kl. 14.30: Ganga með Jónatan Garðarssyni að lokinni helgistund. Gengið verður um nýja göngustíga á Langholti. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Lagt af stað frá Bænalundi.

Íshestar, Sörlaskeiði 26

Kl. 15.00 – 16.00: Íshestar bjóða börnum á hestbak í gerðinu við bækistövar sínar.

Þöll/Skógræktarfélag Hafnarfjarðar v Kaldárselsveg

Kl. 15.00: Gjörningar og leikir fyrir börnin í boði Vinnuskóla Hafnarfjarðar.

Þórður Marteinsson leikur ljúf lög á harmonikkuna. Ratleikur fyrir yngstu kynslóðina. Verðlaun veitt kl. 16.30. Heitt í kolunum á hlaðinu við Þöll. Komið með á grillið. Heitt á könnunni.

Nánari upplýsingar í síma Skógræktarfélags Hafnarfjarðar: 555-6455 eða á heimasíðu félagsins: skoghf.is

Jón Helgi Þórarinsson, 22/7 2014Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700

Neyðarsími presta: 659 7133

Miðvikudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
13:00 - 16:30 Skákklúbburinn Riddarinn (Vonarhöfn)
15:00-16:00 Heimsókn frá Drafnarhúsi 1. miðvikudag í mánuði (Kirkja og Ljósbrot)
20:00 - 21:00 AA-starf spor (Vonarhöfn)

Dagskrá ...