Hafnarfjarðarkirkja

 

Morgunmessa 17. september kl. 8.15

 Fyrsta morgunmessa haustsins verður miðvikudaginn 17.september 2014 kl. 8.15.  Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs  Morgunverður í Odda Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Þórhildur Ólafs, 16/9 2014

Kvenfélagsfundur fimmtudagskvöldið 18. september kl. 20 í Vonarhöfn

Ása Björk Snorradóttir kennir Origami.
Verið velkomnar.

Jón Helgi Þórarinsson, 16/9 2014

Fermingarfræðsla 16. september

Kl. 16  mæta fermingarbörn úr Öldutúnsskóla.
Kl. 17 mæta fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla.
Börnin koma með Kirkjulykilinn; Við fræðumst um Kirkjuhúsið, skrúða, kirkjuárið, altarisgöngu, sálmabók ofl.
Fræðslan verður í kirkjunni

Jón Helgi Þórarinsson, 16/9 2014

Sunnudagur 14.september 2014

  Messa kl. 11.00 Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs

Sunnudagaskóli kl. 11.00 í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju. Leiðtogi barnastarfs er Anna Elísa Gunnarsdóttir henni til aðstoðar er Margrét Heba.

Kaffi, djús og kex í Ljósbroti Strandbergs eftir messu.

Þórhildur Ólafs, 11/9 2014

Fræðslukvöld fytrir fermingarbörn og foreldra, miðvikudaginn 10. september kl. 20

Fræðslukvöldið hefst í kirkjunni og munu prestar kirkjunnar, Jón Helgi og Þórhildur, fjalla um og útskýra messuna ásamt Guðmundi organista og söngvara úr Barbörukórnum. Kl. 20.45 verður boðið upp á kaffi og djús í safnaðarheimilinu Strandbergi.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/9 2014

Fræðslukvöld fyrir fermingarbörn og foreldra miðvikudagskvöldið 10. september kl. 20

Á þessu fræðslukvöldi mun Guðmundur organisti fjalla um messuna ásamt Jóni Helga og Þórhildi prestum kirkjunnar og félögum úr Barbörukórnum. Fræðslukvöldið verður í kirkjunni en að því loknu, um kl. 20.45, verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarheimili kirkjunnar.

Jón Helgi Þórarinsson, 9/9 2014

Fermingarfræðsla 9. september

Fermingarbörn úr Lækjarskóla og fleiri skólum mæta kl. 16 og fermingarbörn úr Setbergsskóla mæta kl. 17.
Börnin mæta með Kirkjulykilinn (lítinn bækling um messuna). Fræðslan verður í kirkjunni.

Jón Helgi Þórarinsson, 8/9 2014

Messa sunnudaginn 7. september kl. 11

Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Barbörukórinn syngur. Messunni verður útvarpað.

Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11.

Jón Helgi Þórarinsson, 5/9 2014

Sunnudagaskólinn hefst sunnudaginn 7. september kl. 11

Öll börn eru velkomin í sunnudagskólann og eru foreldrar eða afar og ömmur hvattir til að koma með þeim.

Í sunnudagaskólanum syngjum við skemmtileg og hressandi lög, heyrum sögur úr Biblíunni og sjáum brúðuleikrit. Að stundinni lokinni fáum við okkur svo djús og kex saman. Dagskrá vetrarins verður dreift næsta sunnudag en í vetur verður ýmislegt skemmtilegt á dagskránni. Má þar til dæmis nefna föndur, leiki, sögur frá Afríku, sunnudagaskólahljómsveitina, kökuskreytingar og margt fleira.
Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Anna Elísa Gunnarsdóttir, sem sá einnig um sunnudagaskólann í fyrra.

Jón Helgi Þórarinsson, 4/9 2014

Handavinnukvöld Kvenfélagsins

í Vonarhöfn fimmtudaginn 4. september kl. 20.
Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 2/9 2014Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700

Neyðarsími presta: 659 7133

Miðvikudagur

08:15 - 09:00 Morgunmessa og morgunmatur (Kirkja og Oddi)
10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
13:00 - 16:30 Skákklúbburinn Riddarinn (Vonarhöfn)
15:00-16:00 Heimsókn frá Drafnarhúsi 1. miðvikudag í mánuði (Kirkja og Ljósbrot)
20:00 - 21:00 AA-starf spor (Vonarhöfn)

Dagskrá ...