Hafnarfjarðarkirkja

 

Messur og sunnudagaskóli 1. febrúar 2015

     Messa 1. febrúar 1. sd. í níuviknaföstu kl.11.00 Organisti er Guðmundur Sigurðsson, Félagar úr Barbörukórnum syngja. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs

Sunnudagaskóli í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju kl.11.00 Leiðtogi er Anna Elísa Gunnarsdóttir, henni til aðstoðar eru Margrét Heba og Ingeborg.

Á eftir er boðið upp á kaffi, kex og djús í Ljósbroti Standbergs

Messa kl. 17.00 

Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands setur nýskipaðan prófast Kjalarnessprófastsdæmis sr. Þórhildi Ólafs inn í embætti.  Organisti er Guðmundur Sigurðsson.  Félagar úr Barbörukórnum syngja.

Veitingar eftir messu í Strandbergi safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.  Fjölmennið.

Þórhildur Ólafs, 29/1 2015

Héraðsfundur Kjalarnesprófastsdæmis

verður í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 28. janúar og hefst kl. 17.15.
Fundurinn er síðasti héraðsfundurinn sem dr Gunnar Kristjánsson, prófastur stýrir.
Sr Þórhildur Ólafs hefur verið skipaður prófastur frá 1. febrúar. Hún verður sett inn í embætti af biskupi Íslands við messugjörði í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 1. febrúar kl. 17. Allir eru velkomnir. Boðið verður upp á veitingar eftir messuna.

Jón Helgi Þórarinsson, 27/1 2015

Morgunmessa miðvikudaginn 28. janúar kl. 8.15

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Á eftir er léttur morgunverður í safnaðarheimlinu.
Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 27/1 2015

Fermingarfræðsla 27. janúar 2015

Fermingarbörn úr Öldutúnsskóla komi í Vonarhöfn kl. 16.00.
Fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla komi kl. 17.00.
Umræðu efnið er Biblían og notum við m.a. tímann til að læra að fletta upp í Nýja testamentinu.

Jón Helgi Þórarinsson, 26/1 2015

Tónleikar Barbörukórsins 25. janúar kl. 17

Barbörukórinn heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju nk. sunnudag, 25. janúar, kl. 17. Tónleikarnir eru helgaðir aldarafmæli Hafnarfjarðarkirkju en 21. desember sl. voru liðin 100 ára frá vígslu hennar.
Orgelleikari á tónleikunum er Douglas A. Brotchie og Guðmundur Sigurðsson stjórnar.  Miðaverði er stillt í hóf og er aðgangseyrir aðeins kr. 1500.

Efnisskrá

Jón Leifs (1899-1968) Orgel – Preludiae Organo 1. Sá ljósi dagur liðinn er
Kór – Vögguvísa
Orgel – Preludiae Organo 2. Mín lífstíð er á fleygiferð
Kór – Requiem
Orgel – Preludiae Organo – 3. Allt eins og blómstrið eina

Gunnar Reynir Sveinsson (1933-2008)
Kór – Gloria
Andrew Carter (1939)
Orgel – Aría
Robert Johnson (1500-1560)
Kór – Deus misereatur nostri
Eric Thiman (1900-1975)
Orgel – Mediation on Shane
John Tavener (1944-2013)
Kór – Song for AtheneKór – The Lamb
Friðrik Bjarnason (1880-1962)
Kór – Friður sé með öllum yður

Guðmundur Sigurðsson, 25/1 2015

Messa og sunnudagskóli kl. 11 sunnudaginn 25. janúar

Í messunni verður þess verður m.a. minnst að 200 ár eru frá stofnun Hins íslenska biblíufélags. Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organsisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Kaffisopi á eftir í safnaðarheimlinu.

Sunnudagskóli í safnaðarheimilinu með Önnu Elísu, Margrétar Hebu og Ingeborgar. Skemmtileg og fræðandi dagskrá fyrir börn. Verið velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 23/1 2015

Sorg og sorgarviðbrögð. Fræðslukvöld fimmtudaginn 22. janúar kl. 20 í Hafnarfjarðarkirkju

Sr Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, mun fjalla um sorg og sorgarviðbrögð. Allir eru velkomnir.

Fræðslan er hluti af fermingarfræðslu vetrarins og eru foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum, enda er gagnlegt fyrir börn sem fullorðna að fræðast um sorgina sem við öll mætum með einum eða öðrum hætti.

Á eftir verður boðið upp á djús og kaffisopa í safnaðarheimilinu og þar verða sr Jón Helgi og sr Þórhildur til viðtals.

Jón Helgi Þórarinsson, 20/1 2015

Morgunmessa miðvikudaginn 21. janúar kl. 8.15

Orgelleikur, söngur, ritningarlestur, hugvekja, bæn. Prestur sr Þórhildur Ólafs. Organisti Guðmundur Sigurðsson.
Léttur morgunverður eftir stundina.
Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 20/1 2015

Fermingarfræðsla í dag 20. janúar 2015

  Fermingarfræðsla verður í dag í Strandbergi safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.  Fræðslan fer fram í salnum Vonarhöfn í hringlaga byggingunni.

Lækjarskóli kom i kl. 16.00 – Setbergsskóli komi kl. 17.00

Fjallað verður um trúarjátninguna.

Þórhildur Ólafs, 20/1 2015

Helgistund mánudagskvöldið 19. janúar

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika 2014.

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kirkjunnar hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni 18. janúar kl. 11.00.  Guðsþjónustunni var útvarpað á Rás 1 Samkirkjulega bænavikan stendur yfir frá 18.-25. janúar en í þessari viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu.  Bænavikan er undirbúin af kirkjum sem tilheyra samkirkjulegum samtökum er nefnast Alkirkjuráðið (World Council of Churches) og kaþólsku kirkjunni
Efni ársins er sótt til Brasilíu og þemað er úr Jóhannesarguðspjalli 4.7: Jesús segir við hana [samversku konuna]: „Gef mér að drekka“. .Boðið verður upp á bænagöngu,námskeið, guðsþjónustur og bænastundir alla vikuna. Dagskráin er því fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Mánudagskvöldið 19. janúar kl.20.00 verður helgistund í Hafnarfjarðarkirkju. Mánudagurinn er annar dagur bænavikunnar og er yfirskrift hans .  “Jesús var  vegmóður og settist við brunninn.”

Kirkjudeildir koma saman í kirkjunni.  Lesnir verða ritningarlestrar, skýringar á þeim og farið verður með bænir.  Prestar Hafnarfjarðarkirkju leiða stundina.  Organisti verður Guðmundur Sigurðsson og félagi úr Barbörukórnum leiðir sálmasöng.

Allir hjartanlega velkomnir.  Kaffi samvera eftir helgistundina í Ljósbroti Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Þórhildur Ólafs, 18/1 2015Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700

Neyðarsími presta: 659 7133

Sunnudagur

10:00-10:50 Æfing Barbörukórsins
11:00 - 12:00 Messa
11:00 - 11:45 Sunnudagaskóli
11:00 - 12:00 AA-starf (Vonarhöfn)

Dagskrá ...