Hafnarfjarðarkirkja

 

Helgistundir kl. 11 á sunnudögum í sumar

Prestar kirkjunnar leiða stundirnar sem verða með einföldu sniði. Douglas A Brotchie leikur á orgelið og leiðir sálmasöng. Ritningarlestur, íhugun og bænagjörð. Samfélagið um Guðs borð. Kaffisopi á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 8/7 2015

Ritverkið HELGISTAÐIR VIÐ HAFNARFJÖRÐ, Saga Hafnarfjarðarkirkju og Garðarprestakalls á Álftanesi, er komið út

Í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðarkirkju hefur saga Hafnarfjarðarkirkju og Garðprestakalls hins forna, Helgistaðir við Hafnarfjörð, verið gefið út í þremur veglegum bindum. Ritið er 1590 blaðsíður og prýtt miklum fjölda mynda úr sögu kirkjunnar og annarra helgidóma við Hafnarfjröð, allt frá árdögum kristni til líðandi stundar. Höfundur er Gunnlaugur Haraldsson.

Ritið má nálgast í Strandbergi – safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Það kostar kr. 15.000.

Vegna sumarleyfa er skrifstofa kirkjunnar er opin í júlí frá kl. 10 – 12 þriðjudaga – fimmtudaga, en einnig má nálgast ritið á öðrum tímum. Halldóra Björk annast afgreiðslu ritsins og er sími hennar 8521619 og netfang magasin@magasin.is.

Jón Helgi Þórarinsson, 1/7 2015

Hjólað milli kirkna sunnudaginn 14. júní. Stutt helgistund kl. 10.30 í Hafnarfjarðarkirkju

Sunnudaginn 14. júní verður hjólað milli kirkna í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi. Er þetta þriðja árið sem þetta er gert um miðjan júní og hefur myndarlegur hópur tekið þátt undanfarin ár, börn sem fullorðnir. Allir eru velkomnir. Hægt er að byrja að hjóla við hvaða kirkju sem er.Hjólreiðamessa 2 án slóða

Kl. 10. Lagt af stað frá Ástjarnarkirkju og Vídalínskirkju. Signing, upphafsbæn og sálmur.

kl. 10.30. Hafnarfjarðarkirkja. Miskunnarbæn, dýrðarsöngur og sálmur.

Kl. 10.50. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Ritningarlestur, lofgjörðarvers og sálmur.
Kl. 11.20. Víðistaðakirkja. Guðspjall og sálmur. (Hressing)
Kl. 11.50. Garðakirkja. Hugleiðing og sálmur.
Kl. 12.30. Bessastaðakirkja. Altarisganga, blessun og sálmur. (Hressing)

Jón Helgi Þórarinsson, 11/6 2015

Sjómannadagsmessan verður í Fríkirkjunni, sunnudaginn 7. júní, kl. 11

Á sjómannadaginn 7. júní verður safnast saman kl. 10.30 við minnismerki um drukknaða sjómenn við Víðistaðakirkju.

Kl. 11 verður sjómannadagsmessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, en sjómannadagsmessan er til skiptis í kirkjum bæjarins. Því verður ekki messa í Hafnarfjarðarkirkju næsta sunnudag.

Jón Helgi Þórarinsson, 5/6 2015

Messa sunnudaginn 31 maí kl. 11

Þrenningarhátíð. Sr Jón Helgi Þórarinsson messar. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið og stjórnar söng Barbörukórsins.
Kaffisopi eftir stundina.

Jón Helgi Þórarinsson, 27/5 2015

Hátíðarmessa og ferming hvítasunnudag kl. 11

Sr Þórhildur Ólafs og sr Jón Helgi Þórarinsson þjóna í messunni. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið og stjórnar félögum úr Barbörukórnum sem syngja.
14 börn verða fermd. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 21/5 2015

Opin æfing Barbörukórsins miðvikudaginn 20. maí kl. 17

SPS_0913-3

Í júní leggur Barbörukórinn land undir fót og fer í fyrsta skipti tónleikaferð út fyrir landsteinana, nánar tiltekið til Berlínarborgar. Á efnisskránni er íslensk kórtónlist, mestanpart kirkjuleg, m.a. eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Pál Ísólfsson, Jón Leifs, Báru Grímsdóttur og Hjálmar H. Ragnarsson, auk þjóðlagaútsetninga eftir Smára Ólason, Önnu Þorvaldsdóttur, Hafliða Hallgrímsson og fleiri.

Miðvikudaginn 20. maí kl. 17 æfir kórinn alla efnisskrána í Hafnarfjarðarkirkju og eru allir hjartanlega velkomnir að hlusta á æfinguna. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.

Guðmundur Sigurðsson, 19/5 2015

Æfing vegna fermingar á hvítasunnudag er miðvikudaginn 20. maí kl. 16

Jón Helgi Þórarinsson, 18/5 2015

Fermingarbörn næsta árs fá afhentan Kirkjulykilinn við guðsþjónustu sunnudaginn 17. maí kl. 11

Skráning er hafin í fermingarstarfið 2015 – 2016. Í guðsþjónustunni 17. maí verða væntanleg fermingarbörn boðin velkomin og þeim afhentur lítill bæklingur sem heitir: Kirtkjulykill, sem þau nota næsta vetur. Sr Jón Helgi og sr Þórhildur, prestar Hafnarfjarðarkirkju, annast guðsþjónustuna en Guðmundur organisti leikur á orgelið ásamt því að leiða söng félga úr Barbörukórnum. Nýir sálmar verða kynntir.
Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á kaffisopa og djús að venju og fermingarbörnin og foreldrar geta rætt við prestana.

Jón Helgi Þórarinsson, 15/5 2015

Skráning í fermingarstarf Hafnarfjarðarkirkju 2015 – 1016 er hafin.

Smellið á FERMINGAREYÐUBLAÐ 2016 hér til hliðar og þá birtist form sem þarf að fylla út. Kynning á fermingarstarfi næsta vetrar verður í guðsþjónustunni sunnudaginn 17. maí kl. 11.

Jón Helgi Þórarinsson, 12/5 2015Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Þriðjudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta

Dagskrá ...