Hafnarfjarðarkirkja

 

Aðalsafnaðarfundur Hafnarfjarðarsóknar

verður sunnudaginn 25. febrúar 2018 kl 12.15
í Hásölum í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
Almenn aðalfundarstörf.
Veitingar. Sóknarbörn hvött til að mæta og styðja safnaðarstarfið.

Jón Helgi Þórarinsson, 21/2 2018

Aðalfundur Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju

verður haldinn í Vonarhöfn, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, fimmtudaginn 22. febrúar kl 20. Aðalfundarstörf.

Jón Helgi Þórarinsson, 22/2 2018

Hádegistónleikar þriðjudaginn 27. febrúar kl. 12:15

image001-9

Guðmundur Sigurðsson, 21/2 2018

Morgunmessa miðvikudaginn 21. febrúar fellur niður vegna vondrar veðurspár

Jón Helgi Þórarinsson, 20/2 2018

Fermingartímar 20. febrúar

Kl 16 koma fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla.
Kl 17 koma  fermingarbörn úr Setbergsskóla, Áslandsskóla, Hraunvallaskóla, Víðistaðaskóla, Nú og Kópavogskóla.

Jón Helgi Þórarinsson, 19/2 2018

Karlakórinn Þrestir syngur í konudagsmessu 18. febrúar kl 11. Boðið upp á súpu á eftir.

Sunnudagurinn 18. febrúar er konudagurinn, í byrjun Góu. Karlakórinn Þrestir syngur undir stjórn Ástvaldar Traustasonar. Sr Stefán Már Gunnlaugsson prestkar og þjónar. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið.
Erla Björg og Hjördís Rós sjá um sunnudagskólann sem einnig hefst kl 11. Þar er fjölbreytt dagskrá eins og venja er með söng, sögum, brúðuleikhúsi o.fl.
Á eftir er boðið upp á súpu í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir!

Jón Helgi Þórarinsson, 16/2 2018

Sorg og sorgaviðbrögð. Allir velkomnir.

Fimmtudagskvöldið 15. febrúar kl 20 – 20.45 verður fræðslukvöld í Hafnarfjarðarkirkju. Þar mun sr Jón Helgi Þórarinsson fjalla um sorg og sorgarviðbrögð. Allir eru velkomnir en fræðslukvöldið er hluti af fræðslukvöldum með fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Kaffisopi á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 15/2 2018

Morgunmessa 14. febrúar kl 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, íhugun, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Eftir stundina er léttur morgunverður í safnaðarheimilinu.
Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 13/2 2018

TíuTilTólf ára starfið fimmtudaginn 15.febrúar

Á dagskrá verður síðbúið Öskudagsfjör. Allir mega mæta í búning. Allir 10-12 ára krakkar eru hjartanlega velkomin ;)

TTTpartý

Erla B. Káradóttir, 13/2 2018

Fermingarfræðsla 14. febrúar

Kl 16 mæta fermingarbörn úr Öldutúnsskóla.
Kl 17 mæta fermingarbörn úr Lækjarskóla.

Jón Helgi Þórarinsson, 12/2 2018Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Laugardagur

11.00-12.00 CODA-fundur (Vonarhöfn)

Dagskrá ...