Hafnarfjarðarkirkja

 

Hátíðarmessa á 100 ára afmælis-og vígsludegi Hafnarfjarðarkirkju, sunnudaginn 21. desember kl. 11

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar.
Vígslubiskup og prestar þjóna fyrir altari. Leikmenn lesa.
Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju frumflytur nýja messu, Missa brevis eftir Þóru Marteinsdóttur.  Verkið er samið fyrir kórinn í tilefni af 100 ára afmæli kirkjunnar. Stjórnandi er Helga Loftsdóttir og píanóleikari er Anna Magnúsdóttir.  Guðmundur Sigurðsson, organisti Hafnarfjarðarkirkju, leikur á orgel og stjórnar söng Barbörukórsins.

Viðstöddum er boðið að þiggja veitingar í Hásölum Strandbergs að messu lokinni

Opið hús kl. 13 – 15. Orgelleikur, ritningarlestur og kyrrð. Kakó og piparkökur.

Messur um jól og áramót

Aðfangadagur jóla, 24. desember
Aftansöngur kl. 18
Miðnæturmessa kl. 23.30

Jóladagur, 25. desember
Hátíðarmessa kl. 11. Athugið breyttan tíma. Messunni er útvarpað á Rás 1
Sólvangur kl. 15.00 Hátíðarguðsþjónusta

Annar dagur jóla, 26. desember
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14

Gamlársdagur, 31. desember
Aftansöngur kl. 17

Nýársdagur, 1. janúar
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14

Sunnudagur 4. janúar
Helgistund kl. 11 – jólin kvödd

 

Jón Helgi Þórarinsson, 15/12 2014

Tónleikar á léttum nótum laugardaginn 13. des. kl. 17. Ókeypis aðgangur. Jólaball kl. 11 sunnudaginn 14. des. Gengið í kringum jólatréð og Sveinki lítur við. Jólavaka við kertaljós 14. desember kl. 20. Fjölbreytt dagskrá.

14 des 2014 augl

Hátíð í bæ. Tónleikar á léttum nótum laugardaginn 13. desember kl. 17. Hjónin Þóra Björnsdóttir, Örvar Már Kristinsson ásamt hjónunum Jóhönnu Ósk Valsdóttur og Bjarti Loga Guðnasyni flytja aðventu- og jólalög við orgel- og píanóundirleik. Aðgangur ókeypis.

Jólaball fyrir börn á öllum aldri sunnudaginn 14. desember kl. 11. Gengið í kringum jólatréð. Sveinki kemur í heimsókn. Anna Elísa leiðir stundina.

Jólavaka við kertaljós sunnudaginn 14. desember kl. 20. Barbörukórinn og Unglingakór Hafnarfjarðar flytja fjölbreytta aðventu- og jólatónlist undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar, Helgu Loftsdóttur og Önnu Magnúsdóttur. Gunnar Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leikur á flautu. Ræðumaður er sr Ægir Fr. Sigurgeirsson. Prestar Hafnarfjarðarkirkju leiða stundina. Kirkjan verður myrkvuð í lokin og ljós tendruð á kertum. Súkkulaði og piparkökur að stund lokinni.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/12 2014

Fermingarstarfið er komið í jólafrí

Næsti fermingarfræðslutími verður þriðjudaginn 13. janúar 2015.

Jón Helgi Þórarinsson, 8/12 2014

Jólatónleikar barna- og unglingakórs Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 8. desember kl. 17.30

Stjórnandi Helga Loftsdóttir. Píanóleikari: Anna Magnúsdóttir.
Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/12 2014

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 7. desember kl. 11

Barna- og unglingakórar Hafnarfjarðarkirkju syngja undir stjórn Helgu og við undirleik Önnu. Sunnudagskólinn tekur þátt í stundinni ásamt með Önnu Elísu.  Guðmundur leikur á orgelið og sr Jón Helgi leiðir stundina. Kaffisopi, djús og kex í safnaðarheimilinu á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 3/12 2014

Fermingarfræðsla 2. desember

Fermingarbörn úr Lækjarskóla mæta kl. 16 og fermingarbörn úr Setbergsskóla mæta kl. 17.

Jón Helgi Þórarinsson, 2/12 2014

Messa 30. nóvember 2014

Mynd: Gerið svo vel að deila - Please share.</p>
<p>Við hvetjum alla vini og nemendur í Annríki til að mæta í hátíðamessu 30. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 11.00 og á útskrift í Gúttó kl. 14.00 og njóta. Hlökkum til að sjá sem flesta.Heimsókn frá Annríki -Þjóðbúningar og skart.

Messa kl. 11.00 Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Douglas Broutchie. Fanndís Brynjarsdóttir les upphafsbæn. Birna Zophaníasdóttir les fyrri ritningarlestur. Elínborg Herbertsdóttir les síðari ritningarlestur. Steinunn Guðnadóttir tekur þátt í að fara með almenna kirkjubæn, Margrét Skúladóttir aðstoðar við útdeilingu. Anna Lísa Benediktsdóttir les lokabæn.  Karol og Elín afhenda sálmabækur við kirkjudyr. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs

Sunnudagaskóli í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju kl. 11.00 Umsjónarmaður er Anna Elísa Gunnarsdóttir, henni til aðstoðar eru Margrét Heba og Ingeborg.

Kaffi, kex og djús í Ljósbroti Strandbergs eftir messu og sunnudagaskóla.

Þórhildur Ólafs, 28/11 2014

Síðasta morgunmessan fyrir jól miðvikudaginn 26. nóvember kl. 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Eftir stundina er léttur morgunverður í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir.

Síðasta morgunmessan fyrir jól. Fyrsta morgunmessan á nýju ári verður miðvikudaginn 14. janúar 2015.

Jón Helgi Þórarinsson, 24/11 2014

Fermingarfræðsla 25. nóvember

Þriðjudaginn 25. nóvember mæta fermingarbörn úr Öldutúnsskóla kl. 16 og fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla kl. 17.

Jón Helgi Þórarinsson, 24/11 2014

Messa og sunnudagskóli 23. nóvember kl. 11. Síðasti sunnudagur kirkjuársins

Jóhanna Ósk Valsdóttir syngur einsöng í messunni. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið. Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson.

Sunnudagskólinn verður á kl. 11 í safnaðarheimilinu með fjölbreyttri dagskrá undir stjórn Önnu Elísu, Hebu og Ingiborgar.

Kaffisopi, djús og eftir stundirnar.

Jón Helgi Þórarinsson, 20/11 2014Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700

Neyðarsími presta: 659 7133

Laugardagur

11.00-12.00 CODA-fundur (Vonarhöfn)

Dagskrá ...