Hafnarfjarðarkirkja

 

Morgunmessa 22. mars kl. 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, hugvekja, samfélagið um Guðs borð. Léttur morgunverður á eftir. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 21/3 2017

TTT fimmtudaginn 23.mars

Í TTT verður upphitun fyrir ferðalagið okkar í Vatnaskóg um helgina. Allir 10-12 ára krakkar eru hjartanlega velkomnir í TTT á fimmtudögum kl.16.30-18.

tttmynd7

Erla B. Káradóttir, 21/3 2017

Foreldramorgun fimmtudaginn 23.mars

Foreldramorgun verður á sínum stað á fimmtudaginn kl.10-12 í Vonarhöfn.

Allir foreldrar ungra barna eru hjartanlega velkomnir.

Foreldramorgnar 2017

Erla B. Káradóttir, 21/3 2017

Fundur með foreldrum fermingarbarna þriðjudagskvöldið 21. mars kl. 20 – 21

Farið verður yfir starfið í vetur, æfingar fyrir fermingarnar og ýmis atriði sem lúta að fermingarathöfnunum sjálfum. Fermingarbörnin þurfa ekki að koma með á þennan fund. Á eftir er boðið upp á kaffisopa og spjall í safnaðarheimilinu.

Jón Helgi Þórarinsson, 20/3 2017

Viðtöl fermingarbarna þriðjudaginn 21. mars frá kl. 16

Þriðjudagana 21. mars og 28. mars lýkur fermingarfræðslunni í Hafnarfjarðarkirkju með stuttum viðtölum við hvert og eitt fermingarbarn. Börnin eru beðin um að koma með Kirkjulykilinn með sér (messubókina).
Hér fyrir neðan sjá lista yfir hvenær femringarbörnin eiga að mæta þriðjudaginn 21. mars. Lesa áfram …

Jón Helgi Þórarinsson, 20/3 2017

Messa og sunnudagaskóli 19. mars kl. 11

Sunnudagskólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin með Erlu Björgu og Hjördísi Rós í safnaðarheimilið. Sr Jón Helgi messar, Guðmundur leikur á orgelið og félagar í Barbörukórnum syngja. Tekið verður á móti mynd sem minnir á er íslenskir j´somenn fórust í Halaveðrinu 25 febrúar 1925. Kaffisopi og djús eftir stundina.

Jón Helgi Þórarinsson, 18/3 2017

Barbörukórinn 10 ára – Tónleikar sunnudaginn 19. mars kl. 17

Barbörukórinn - mynd

 

 

 

 

 

 

 

 Í tilefni af 10 ára afmæli Barbörukórsins verða tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 19. mars 2017 kl. 17.  Guðmundur Sigurðsson, organisti Hafnarfjarðarkirkju, stjórnar kórnum og leikur á orgel

Júlíkvartettinn mun einnig koma fram á tónleikunum en hann skipa fiðluleikararnir Júlíana Elín Kjartansdóttir og Rósa Hrund Guðmundsdóttir, víóluleikarinn Sesselja Halldórsdóttir og sellóleikarinn Lovísa Fjeldsted.

Aðgangseyrir kr. 2000 / 1000  - Miðasala við innganginn – ath. ekki posi á staðnum

EFNISSKRÁ

Ég byrja reisu mín
Reisusálmur Hallgríms Péturssonar
Ísl. þjóðlag –  Úts. Smári Ólason

Heyr oss himnum á
Lag:Anna Þorvaldsdóttir
Texti: Ólafur á Söndum

Haustvísur til Máríu
Lag: Ingunn Bjarnadóttir – Úts. Smári Ólason
Texti: Einar Ólafur Sveinsson

W.A. Mozart
Kirkjusónata í F dúr KV 145
Ave María KV 554
Sancta Maria, Mater Dei KV 273
Kirkjusónata í Es dúr KV 67
Ave verum corpus KV 618

Joseph Haydn
Missa Brevis Sancti Joannis de Deo  -  ”Litla orgelmessan”
Kyrie
Gloria
Credo
Sanctus
Benedictus
Agnus Dei

Guðmundur Sigurðsson, 16/3 2017

TTT fimmtudaginn 16.mars

Á dagskrá í TTT verður “Haribo boðhlaup”. Einnig verður tekið á móti skráningum í ferðalagið okkar í Vatnaskóg. Allir 10-12 ára krakkar eru hjartanlega velkomnir alla fimmtudaga kl.16.30-18 í Vonarhöfn.

TTThendur

Erla B. Káradóttir, 15/3 2017

Sameiginlegur foreldramorgun í Háteigskirkju

Ebba Guðný

Erla B. Káradóttir, 14/3 2017

Morgunmessa 15. mars kl. 8.15. Léttur morgunverður á eftir.

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, hugleiðing, samfélagið um Guðs borð. Léttur morgunverður á eftir. Allir velkomnir

Jón Helgi Þórarinsson, 14/3 2017Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Fimmtudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
10:00 - 12:00 Mömmumorgnar í Vonarhöfn - gengið inn frá Suðurgötu.
16.30 - 18 TíuTilTólf ára starf í Vonarhöfn og Stafni (kapellu). Erla og Ísak.
17:30 - 18:30 Unglingakór. Helga og Anna. (Kirkja)
20:00 - 22:00 Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju. Fundur annan fimmtudag í mánuði (Vonarhöfn)

Dagskrá ...