Hafnarfjarðarkirkja

 

Fjölskyldustund og jólaball kl 11 og jólavaka við kertaljós kl 20 sunnudaginn 16. desember

Fjölskyldustund á aðventu kl. 11. Barna og Unglingakórar kirkjunnar flytja jólahelgileik ásamt hljómsveit. Helga Lofstsdóttir stjórnar. Hljóðfæraleikarar Guðmundur Sigurðssonar (píanó og orgel), Andrés Þór Gunnlaugsson (gítar) og Þorgrímur Jónsson (bassi). Ljós tendruð á aðventukransinum. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni og Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiðir stundinar ásamt sóknarpresti.
Jólaball í safnaðarheimilinu kl 11.30. Dansað í kringum jólatréð og jólasveinar koma í heimsókn. Kakó og piparkökur.

Jólavaka við kertaljós  kl. 20. Ræðumaður: Einar Kárason, rithöfundur. Barbörukórinn og Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju flytja aðventu- og jólatónlist undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar og Helgu Loftsdóttur. Gunnar Gunnarsson leikur á flautu. Sr Jón Helgi Þórarinsson leiðir stundina. Kirkjan myrkvuð í lok stundar og kveikt á kertum hjá kirkjugestum. Kakó og piparkökur eftir stundina. Allir velkomnir
.161218

Jón Helgi Þórarinsson, 11/12 2018

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 11. desember

Síðasti fermingartíminn fyrir jól.
Kl 16 koma fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla.
Kl 17 mæta fermingarbörn úr Setbergsskóla.
Þau fermingarbörn sem áttu að koma síðasta þriðjudag en gátu ekki komið þá eru beðin um að koma í þennan tíma.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/12 2018

Aðventumessa og sunnudagaskóli 9. desember. Ljósið frá Betlehem borið í kirkju

Sunnudaginn 9. desember kl 11 verða aðventumessa og sunnudagaskóli í Hafnarfjarðarkirkju. Skátar bera ljósið frá Betlehem til kirkju eins og þeir hafa gert undanfarin ár. Kveikt verður á tveimur kertum á aðventukransinum.
Sr Stefán Már Gunnlaugsson messar, Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið og Þórunn Vala Valdimarsdóttir leiðir safnaðarsöng og syngur einsöng.
Bylgja Dís sér um fjölbreytta dagskrá í sunnudagaskólanum ásamt sínu aðstoðarfólki.
Kaffisopi og djús á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/12 2018

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 6. desember

Kl. 16 mæta fermingarbörn úr  Öldutúnsskóla, Áslandsskóla og Nú
Kl. 17 mæta fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 3/12 2018

100 ára fullveldisafmæli Íslands. Fjölbreytt hátíðardagskrá í Hafnarfjarðarkirkju 1. og 2. desember

Laugardagurinn 1. desember
Fjölbreytt dagskrá og kaffiveitingar kl 13 – 16

Kl 13 Opnun hátíðar í Hásölum og sýningar í Ljósbroti Hafnarfjarðarkirkju. Magnús Gunnarsson.
13.15-13.30  Eyjólfur Eyjólfsson syngur íslensk þjóðlög og leikur á langspil ásamt nemendum úr Sönskóla Sigurðar Demetz.
13.30-14.00 Hátíð Hamarskotslækjar – fyrirlestur: Steinunn Guðnadóttir. Jóhannes J. Reykdal, Hafnarfjörður og Ísland í byrjun 20 aldar.
14.00 -14.15 Hátíð Hamarskotslækjar – kvikmynd. Halldór Árni Sveinsson Netsamfelag.is.
14.15.-15.00 Annríki þjóðbúningar og skart – fyrirlestur. Guðrún Hildur Rosenkjær.  Íslenski Þjóðbúningurinn, þróun hans og áhrif Sigurðar Guðmundssonar.
15.00-16.00 Hátíðarkaffi.

Sunnudagurinn 2. desember
Hátíðarmessa kl 11.00
Félagar í Þjóðbúningafélaginu Annríki ganga til kirkju í þjóðbúningum og annast lestra.
Jón Sigurðsson, fyrrv. skólastjóri og ráðherra flytur hátíðarræðu.
Barbörukórinn syngur ættjarðarlög og aðventusálma.
Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson.
Sunnudagaskólinn hefst kl 11.00 Kveikt á fyrsta aðventukertinu.
Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu á eftir.
Útskrift Annríkis þjóðbúningar og skart.

Jón Helgi Þórarinsson, 28/11 2018

Rými fyrir kyrrð í skammdeginu

Fræðslukvöld miðvikudaginn 28 nóvember kl 20 – 20.45. 
Bylgja Dís Gunnarsdóttir fjallar um og kennir aðferðir til að iðka íhugun, bæn og þakklæti.
Verið öll velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 26/11 2018

Fermingarfræðsla 27. nóvember

Kl. 16 koma fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla
Kl. 17 koma fermingarbörn úr Setbergsskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 26/11 2018

Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju þri. 27. nóv. kl. 12:15

Íhugunartónlist fyrir orgel í skammdeginu í aðdraganda jólaföstu. Eitt elsta orgelverk sem til er varðveitt á prenti verður leikið. Ef þið viljið slaka á og fá gott samfélag á eftir yfir kaffibolla í safnaðarheimilinu skuluð þið endilega líta við og hlusta á þessi ótrúlega fallegu orgel í helgidóminum fagra í Hafnarfirði.

image001-2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Efnisskrá:
Jón Þórarinsson (1917-2012):
Jesús, mín morgunstjarna
Orgelforspil við íslensk þjóðlag úr Hólabók 1619

Bent Granstam (f. 1932):
I himmelen, i himmelen
Orgelforspil við sænskt þjóðlag úr safninu “Meditationer över gamla dalamelodier VIII”

Arnolt Schlick (1460-1521):
Maria zart (Milda María)

J. S. Bach (1685-1750):
Vater unser in Himmelreich BWV 636

Georg Böhm (1661-1733):
Vater unser in Himmelreich

J. S. Bach:
Nun komm der Heiden Heiland BWV 599
Nun komm der Heiden Heiland BWV 659

Kaffisopi eftir tónleika – Verið hjartanlega velkomin -
Aðgangur ókeypis!

Guðmundur Sigurðsson, 25/11 2018

Messa og sunnudagaskóli 25. nóvember kl 11

Sr Sigurður Kr Sigurðsson messar. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum leiða söng.
Bylgja Dís og Sigríður annast fjölbreytta dagskrá í sunnudagaskólanum.
Hressing á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 23/11 2018

Morgunmessa miðvikudaginn 21. nóvember kl 8.15

Orgelleikur, söngur, ritningarlestur, hugleiðing, samfélagið um Guðs borð.
Léttur morgunverður á eftir. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 20/11 2018Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Fimmtudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
17.00 - 18.00 TTT starf (tíu til tólf ára)
17.30 - 18.45 Unglingakórsæfing

Dagskrá ...