Hafnarfjarðarkirkja

 

Helgstund í Garðakirkju sunnudaginn 31. júlí kl. 20

Ekki er messað í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudegi í verslunarmannahelgi en bent er á helgistund í Garðakirkju sunnudaginn 31. júlí kl. 20.

Jón Helgi Þórarinsson, 26/7 2016

Hádegisorgeltónleikar kl. 12.15 – 12.45, þriðjudaginn 26. júlí.

Allir velkomnir – aðgangur ókeypis.
Douglas A Brotchie leikur á orgel Hafnarfjarðarkirkju.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/7 2016

Helgistund með einföldu sniði kl. 11 til 11.30 sunnudaginn 24. júlí

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, hugleiðing, bænagjörð, altarisganga. Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Douglas A Brotchie.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/7 2016

Hjólað milli kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ sunnudaginn 12. júní frá kl. 10 – 13

Helgistund verður í Hafnarfjarðarkirkju kl. 10.30.
Allir velkomnir.  Kl. 10 Lagt af stað frá Ástjarnarkirkju og Vídalínskirkju. / Kl. 10.30 Hafnarfjarðarkirkja. / Kl. 10.50 Fríkirkjan í Hafnarfirði. / Kl. 11.20 Víðistaðakirkja. / Kl. 11.50 Garðakirkja. / Kl. 12.30 Bessastaðakirkja. / Hjólað heim.

Hjólreiðamessa 2 2016

Jón Helgi Þórarinsson, 8/6 2016

Guðsþjónusta sunnudaginn 29. maí kl. 11. Fermingarbörn næsta vetrar og foreldrar sérstaklega hvött til að koma

Skráning í fermingarstarf veturinn 2016 – 2017 stendur nú yfir. Sunnudaginn 29. maí kl. 11 verður guðsþjónusta með einföldu sniði þar sem að fermingarstarf næsta vetrar verður kynnt. Fermingarbörn og foreldrar eru boðin velkomin og á eftir verður kaffisopi í safnaðarheimilinu þar sem hægt verður að spjalla saman um starfið og svara spurningum. Fermingarbörnin fá afhentan bækling um messuna, Kirkjulykilinn. Sr Jón Helgi Þórarinsson og sr Þórhildur Ólafs annast stundina ásamt Guðmundi Sigurðssyni organista. Forsöngvari er Þórunn Vala Valdimarsdóttir. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 26/5 2016

Skráning í fermingarstarfið veturinn 2016 – 2017 stendur yfir

Skráning í fermingarstarf Hafnarfjarðarkirkju veturinn 2016 – 2017 stendur yfir. Bréf hefur verið sent öllum börnum sem fædd eru árið 2003 og tilheyra Hafnarfjarðarsókn með upplýsingum um starfið. Skráning fer fram hér á vefsíðunni Fermingarstarf – skráning.
Þeir sem ekki hafa fengið upplýsingar um fermingarstarfið en vilja fá sendan bækling eru beðnir um að hafa samband við Hafnarfjarðarkirkju, 5205700, eða senda sóknarpresti tölvupóst, jon.th@kirkjan.is.
Við reynum að hafa fermingarstarfið bæði áhugavert og fjölbreytt. Meðal nýjunga næsta vetur verður námskeið í Markþjálfun og sjálfseflingu sem fermingarbörnin geta tekið þátt af þau vilja. Kynningarfundur verður sunnudaginn 29. maí kl. 11. Þar verður starfið næsta vetur kynnt og börnin sem fullorðnir geta spurt okkur Við hlökkum til að hefja starfið næsta haust og vonumst til að sjá sem flest börn taka þátt í starfinu okkar. Ef þið viljið fá nánari upplýsingar eruð þið beðin um að samband við okkur presta Hafnarfjarðarkirkju.

Jón Helgi Þórarinsson, 20/5 2016

50, 60 og 70 ára fermingarbörn koma til guðsþjónustu sunnudaginn 22. maí kl. 11. Léttur hádegisverður á eftir.

50, 60 og 70 ára afmælisárgangar fermingarbarna Hafnarfjarðarkirkju sækja kirkjuna sína sunnudaginn 22. maí og borða saman léttan hádegisverð í Hásölum, Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju eftir guðsþjónustuna. Veislustjóri er úr hópi 50 ára fermingarbarna. Myndataka af fermingarhópunum.
Sr Þórhildur Ólafs predikar og þjónar ásamt sr Jóni Helga Þórarinssyni. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið og félagar úr Barbörukórnum syngja. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 18/5 2016

Hvítasunnudagur 15.maí

Hátíðarmessa og ferming kl.11. Prestar eru sr.Þórhildur Ólafs og sr.Jón Helgi Þórarinsson. Organisti er Guðmundur Sigurðsson og félagar úr Barbörukórnum munu leiða söng.
Guðsþjónusta á Sólvangi kl.15. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs.

Erla B. Káradóttir, 10/5 2016

Lokahátíð TTT mánudaginn 9.maí

Starfi TTT lýkur formlega mánudaginn 9.maí með lokahátíð kl.16.30-18.00. Við þökkum kærlega fyrir frábæran vetur og hlökkum til að hefja starfið aftur í haust.

Erla B. Káradóttir, 8/5 2016

Ganga á Helgafell sunnudaginn 8.maí

Gengið verður á Helgafell í stað hefðbundinnar messu sunnudaginn 8.maí.
Lagt verður af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl.10.30

(við förum á eigin bílum, þeir sem ekki hafa bíl fá far hjá öðrum)
Kl. 11  verður lagt af stað frá Kaldárbotnum
Gangan tekur 2 – 3 klukkutíma – róleg ganga.
Leiðsögumaður er Baldvin Hermannsson
Ritningarlestur og bænagjörð á göngunni
Hressing þegar upp er komið.
Allir velkomnir, ungir sem eldri

Jón Helgi Þórarinsson, 6/5 2016Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Föstudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta

Dagskrá ...